Svona úrslitaleikir henta ÍBV og Fram Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. mars 2018 06:00 Enginn þorði að snerta bikarinn fyrir keppni nema Jón Þorbjörn Jóhannsson hjá Haukum. Vísir/Anton Brink Undanúrslit Coca-Cola-bikarsins í karlaflokki fara fram í Laugardalshöll í kvöld með leikjum Hauka og ÍBV annars vegar og Selfoss og Fram hins vegar. Bikarhefðin er rík hjá Haukum og ÍBV en í hinu einvíginu hefur Fram ekki unnið í átján ár og Selfoss aldrei unnið bikarinn.Áberandi sterkari lið Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins. Hann á von á því að sigurvegari helgarinnar komi úr einvígi ÍBV og Hauka. „Rétt eins og kvennamegin finnst mér annað einvígið áberandi sterkara og fyrir fram myndi maður telja að sigurvegari þessa leiks sé ansi líklegur til að klára helgina með titli,“ sagði Kári sem hefur hrifist af Haukum eftir áramót. „Haukar eru búnir að endurheimta sína menn og líta mjög vel út. Að mínu mati eru þeir að spila liða best eftir áramót,“ sagði Kári sem sagði stemminguna lykilatriði fyrir ÍBV. „ÍBV er óútreiknanlegra lið fyrir leik á meðan Haukarnir eru stöðugri og bikarkeppnir henta Eyjamönnum mjög vel. Þeir fá oft flottan stuðning í svona leikjum og ná góðri stemningu í leikmannahópinn.“ Í leiknum mætast landsliðsmarkverðirnir Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV, og Björgvin Páll Gústavsson, Haukum. Kári sagði það geta skipt sköpum fyrir úrslit leiksins ef annar hvor þeirra hrykki í gír og næði að loka markinu. „Þetta er einvígi þeirra, markvarslan og varnarleikur á eftir að vera það sem vinnur leikinn fyrir sigurliðið.“Þessir leikir henta Fram Í seinni leiknum mætast Fram og Selfoss en nýliðar Selfoss unnu báða leiki liðanna í Olís-deildinni og eru að berjast við topp deildarinnar. Framarar eru fastir í neðri hluta deildarinnar, fara hvorki neðar né ofar. „Sagan hjá Fram segir manni að félagið þekki þetta betur og þeir eru með lið sem þrífst á svona stórleikjum. Þeir vinna stóru leikina oft, slógu út Aftureldingu og FH í bikarnum í ár. Þeir eiga alltaf frábæra leiki inn á milli og það gæti hjálpað þeim að horfa á þetta sem úrslitaleik og að pressan sé á Selfossi,“ en Kári á von á einhverju óvæntu frá Fram. „Guðmundur, þjálfari Fram, er tilbúinn að taka áhættu og taka menn úr umferð og hann á örugglega eftir að láta reyna á Patrek og Selfyssinga á morgun. Svo getur Viktor Gísli í markinu hjá Fram tekið yfir leiki og lokað markinu.“Pressa á Selfyssingum Þrátt fyrir að vera nýliði í deildinni er meiri pressa á Selfyssingum að komast í bikarúrslitin. „Öll pressan er á þeim, það er ætlast til að þeir nái árangri og þeir hafa verið að spila frábæran handbolta. Patrekur er að gera frábæra hluti með liðið þó að þeir hafi eiginlega verið heppnir að komast áfram gegn Þrótti í síðustu umferð bikarsins,“ sagði Kári og bætti við: „Þeir ná upp góðri stemmingu í liðinu og í stúkunni og það smitar inn á völlinn. Ef þú tekur liðin tvö og berð saman, mann fyrir mann, þá er Selfoss með betra liðið að mínu mati.“ Taldi hann lykilatriði fyrir Fram að loka á skyttur Selfyssinga. „Selfyssingar sakna auðvitað Hauks í leiknum en lykillinn fyrir Fram að sigri er að loka á þessar frábæru skyttur sem Selfoss er með,“ sagði Kári. Leikirnir hefjast klukkan 17.15 og 19.30 og fara fram í Laugardalshöll. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 26-29 | Fram vann sæti í úrslitunum Topplið Olís deildar kvenna, Fram, vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Coca cola bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í dag. 8. mars 2018 20:00 „Skandall ef Fram verður ekki meistari“ Undanúrslit bikarsins í kvennahandboltanum fara fram í dag. Annars vegar mætast topplið Olís-deildarinnar, Fram og ÍBV en í seinni leiknum mæta Haukar liði KA/Þórs úr 1. deildinni. 8. mars 2018 09:00 Svona var bikarfundurinn fyrir úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins Bikarúrslit handboltans eru framundan og Handknattleikssamband Íslands var með blaðamannafund vegna úrslitahelgar Coca-Cola bikarsins. 6. mars 2018 11:52 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira
Undanúrslit Coca-Cola-bikarsins í karlaflokki fara fram í Laugardalshöll í kvöld með leikjum Hauka og ÍBV annars vegar og Selfoss og Fram hins vegar. Bikarhefðin er rík hjá Haukum og ÍBV en í hinu einvíginu hefur Fram ekki unnið í átján ár og Selfoss aldrei unnið bikarinn.Áberandi sterkari lið Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins. Hann á von á því að sigurvegari helgarinnar komi úr einvígi ÍBV og Hauka. „Rétt eins og kvennamegin finnst mér annað einvígið áberandi sterkara og fyrir fram myndi maður telja að sigurvegari þessa leiks sé ansi líklegur til að klára helgina með titli,“ sagði Kári sem hefur hrifist af Haukum eftir áramót. „Haukar eru búnir að endurheimta sína menn og líta mjög vel út. Að mínu mati eru þeir að spila liða best eftir áramót,“ sagði Kári sem sagði stemminguna lykilatriði fyrir ÍBV. „ÍBV er óútreiknanlegra lið fyrir leik á meðan Haukarnir eru stöðugri og bikarkeppnir henta Eyjamönnum mjög vel. Þeir fá oft flottan stuðning í svona leikjum og ná góðri stemningu í leikmannahópinn.“ Í leiknum mætast landsliðsmarkverðirnir Aron Rafn Eðvarðsson, ÍBV, og Björgvin Páll Gústavsson, Haukum. Kári sagði það geta skipt sköpum fyrir úrslit leiksins ef annar hvor þeirra hrykki í gír og næði að loka markinu. „Þetta er einvígi þeirra, markvarslan og varnarleikur á eftir að vera það sem vinnur leikinn fyrir sigurliðið.“Þessir leikir henta Fram Í seinni leiknum mætast Fram og Selfoss en nýliðar Selfoss unnu báða leiki liðanna í Olís-deildinni og eru að berjast við topp deildarinnar. Framarar eru fastir í neðri hluta deildarinnar, fara hvorki neðar né ofar. „Sagan hjá Fram segir manni að félagið þekki þetta betur og þeir eru með lið sem þrífst á svona stórleikjum. Þeir vinna stóru leikina oft, slógu út Aftureldingu og FH í bikarnum í ár. Þeir eiga alltaf frábæra leiki inn á milli og það gæti hjálpað þeim að horfa á þetta sem úrslitaleik og að pressan sé á Selfossi,“ en Kári á von á einhverju óvæntu frá Fram. „Guðmundur, þjálfari Fram, er tilbúinn að taka áhættu og taka menn úr umferð og hann á örugglega eftir að láta reyna á Patrek og Selfyssinga á morgun. Svo getur Viktor Gísli í markinu hjá Fram tekið yfir leiki og lokað markinu.“Pressa á Selfyssingum Þrátt fyrir að vera nýliði í deildinni er meiri pressa á Selfyssingum að komast í bikarúrslitin. „Öll pressan er á þeim, það er ætlast til að þeir nái árangri og þeir hafa verið að spila frábæran handbolta. Patrekur er að gera frábæra hluti með liðið þó að þeir hafi eiginlega verið heppnir að komast áfram gegn Þrótti í síðustu umferð bikarsins,“ sagði Kári og bætti við: „Þeir ná upp góðri stemmingu í liðinu og í stúkunni og það smitar inn á völlinn. Ef þú tekur liðin tvö og berð saman, mann fyrir mann, þá er Selfoss með betra liðið að mínu mati.“ Taldi hann lykilatriði fyrir Fram að loka á skyttur Selfyssinga. „Selfyssingar sakna auðvitað Hauks í leiknum en lykillinn fyrir Fram að sigri er að loka á þessar frábæru skyttur sem Selfoss er með,“ sagði Kári. Leikirnir hefjast klukkan 17.15 og 19.30 og fara fram í Laugardalshöll.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 26-29 | Fram vann sæti í úrslitunum Topplið Olís deildar kvenna, Fram, vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Coca cola bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í dag. 8. mars 2018 20:00 „Skandall ef Fram verður ekki meistari“ Undanúrslit bikarsins í kvennahandboltanum fara fram í dag. Annars vegar mætast topplið Olís-deildarinnar, Fram og ÍBV en í seinni leiknum mæta Haukar liði KA/Þórs úr 1. deildinni. 8. mars 2018 09:00 Svona var bikarfundurinn fyrir úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins Bikarúrslit handboltans eru framundan og Handknattleikssamband Íslands var með blaðamannafund vegna úrslitahelgar Coca-Cola bikarsins. 6. mars 2018 11:52 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 26-29 | Fram vann sæti í úrslitunum Topplið Olís deildar kvenna, Fram, vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Coca cola bikarsins í handbolta í Laugardalshöll í dag. 8. mars 2018 20:00
„Skandall ef Fram verður ekki meistari“ Undanúrslit bikarsins í kvennahandboltanum fara fram í dag. Annars vegar mætast topplið Olís-deildarinnar, Fram og ÍBV en í seinni leiknum mæta Haukar liði KA/Þórs úr 1. deildinni. 8. mars 2018 09:00
Svona var bikarfundurinn fyrir úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins Bikarúrslit handboltans eru framundan og Handknattleikssamband Íslands var með blaðamannafund vegna úrslitahelgar Coca-Cola bikarsins. 6. mars 2018 11:52