Ekki benda á mig Þórlindur Kjartansson skrifar 9. mars 2018 07:00 Spennustig þjóðarinnar var hátt á laugardagskvöldið þegar úrslit í undankeppni Eurovision fóru fram í Laugardalshöll. Sýningin var öll hin glæsilegasta, fagmennska í hverju handtaki hjá flytjendum, kynnum og auðvitað öllu tækniliðinu á bak við tjöldin sem gerði hina snurðulausu útsendingu mögulega. Það er ekki sjálfgefið að svona sýning gangi upp. Tæknimenn Sjónvarpsins hafa því örugglega verið fegnir þegar útsendingu lauk. Á bak við svona sýningu er margra vikna skipulag, undirbúningur og vinna. Það þarf að hugsa fyrir hverju einasta smáatriði og jafnvel minnsta yfirsjón getur sett allt í uppnám. Það má nefnilega bóka að á bak við hverja einustu vandræðalegu afsökun hjá prúðbúnum kynnum í beinni útsendingu um að „tæknin sé nú eitthvað að stríða okkur“ sé tæknimaður að svitna gegnum stuttermabolinn. Þótt mannslíf séu ekki í húfi þá felst nefnilega umtalsverð ábyrgð í því að tryggja að allt gangi upp bak við tjöldin á stórum viðburðum. Ef hlutirnir fara úr skorðum er ekki bara verið að bregðast samstarfsfólki heldur öllum þeim sem hafa ákveðið að verja sínum dýrmæta tíma til þess að fylgjast með skemmtuninni. En sem betur fer voru engir sýnilegir hnökrar á útsendingunni á laugardagskvöldið. Tæknifólkið hefur því getað losað um frumsýningarspennuna að lokinni útsendingu með því að óska hvert öðru til hamingju og skála svo í dósabjór. Þannig týpur ætlast ekki til þess að vera hampað þótt allt gangi að óskum.Ekkert klúður Sjokkið kom daginn eftir. Fréttir fóru að berast um að hugsanlega hafi verið misbrestur á rafrænni talningu atkvæða í símakosningunni. Hjartað hefur þá farið að hamast í þeim sem báru ábyrgð á rafrænu kjörkössunum. Gat verið að svipað klúður hafi átt sér stað eins og á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra? Þá var La La Land tilkynnt sem besta myndin en aðstandendurnir þurftu svo að skila styttunni eftir hjartnæmar þakkarræður því fulltrúi PWC hafði ekki sett rétt umslag í hendurnar á kynnunum, það var kvikmyndin Moonlight sem raunverulega vann. Og þessi mistök eru það eina sem nokkur man af þessari hátíð. Það hefði verið fremur hallærislegt ef öll tilfinningaríku fagnaðarópin og einlægu viðtölin eftir að tilkynnt var um sigur Ara hefðu bara verið byggð á einhverjum misskilningi. Og það sem verra er—öll hin frábæra vinna við undirbúning og framkvæmd kvöldsins hefði fallið algjörlega í skuggann af mistökunum. Þjóðin beið því spennt á meðan málið var rannsakað. Eftir rúman sólarhring tilkynnti Vodafone með stolti að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í atkvæðagreiðslunni og að öll atkvæði hefðu skilað sér. Öll þjóðin gat varpað öndinni léttar, og sérstaklega aðstandendur keppninnar og þeir sem báru ábyrgð á atkvæðagreiðslunni.Ekki smámál En það er auðvitað víðar en í Eurovision sem fólk leggur hart að sér til þess að skipuleggja viðburði þar sem ekkert má út af bregða. Þeir sem leggja stund á spretthlaup eyða mörgum árum í að æfa sig fyrir keppni sem tekur tíu sekúndur, leikarar æfa sig í margar vikur fyrir frumsýningar og nemendur í skólum landsins undirbúa sig nótt sem nýtan dag fyrir mikilvæg próf. Í öllum þessum tilvikum þurfa alls konar aðilar „á bak við tjöldin“ að taka hlutverk sitt mjög alvarlega til þess að allt gangi upp. Það er þess vegna ekkert smámál að stærstur hluti 9. bekkinga hafi orðið fyrir því í vikunni, eftir margra vikna undirbúning og stress, að tölvukerfið í kringum samræmt próf í íslensku klikkaði þegar á hólminn var komið.Aðili brást Menntamálastofnun, sem ber ábyrgð á framkvæmd prófsins, var fljót að benda á sökudólginn. Það var hinn sívinsæli blóraböggull „þjónustuaðili“ sem klikkaði. Svo virðist sem „þjónustuaðila“ hafi láðst að stilla netkerfið þannig að það þyldi fullkomlega fyrirsjáanlegt álag þennan daginn. Þegar hlutir fara úrskeiðis þá virðist það merkilega oft vera þessum „þjónustuaðila“ að kenna því oftast ríkir ágæt sátt milli stofnunar sem ber ábyrgð og „þjónustuaðila“ um að „þjónustuaðili“ taki á sig skammirnar svo lengi sem aldrei er sagt frá því hver hann er—því þá gæti komið í ljós að mistökin eigi sér flóknari rætur. Það er ekki nema þegar hlutirnir ganga sérstaklega vel að grímunni er svipt af „þjónustuaðila“ og honum hampað. Annars er hann dálítið eins og grímuklædd ofurhetja með öfugum formerkjum—mætir ekki á svæðið til að bjarga málum en birtist alltaf til þess að taka á sig skammirnar þegar hlutir klúðrast og enginn vill taka ábyrgðina.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Spennustig þjóðarinnar var hátt á laugardagskvöldið þegar úrslit í undankeppni Eurovision fóru fram í Laugardalshöll. Sýningin var öll hin glæsilegasta, fagmennska í hverju handtaki hjá flytjendum, kynnum og auðvitað öllu tækniliðinu á bak við tjöldin sem gerði hina snurðulausu útsendingu mögulega. Það er ekki sjálfgefið að svona sýning gangi upp. Tæknimenn Sjónvarpsins hafa því örugglega verið fegnir þegar útsendingu lauk. Á bak við svona sýningu er margra vikna skipulag, undirbúningur og vinna. Það þarf að hugsa fyrir hverju einasta smáatriði og jafnvel minnsta yfirsjón getur sett allt í uppnám. Það má nefnilega bóka að á bak við hverja einustu vandræðalegu afsökun hjá prúðbúnum kynnum í beinni útsendingu um að „tæknin sé nú eitthvað að stríða okkur“ sé tæknimaður að svitna gegnum stuttermabolinn. Þótt mannslíf séu ekki í húfi þá felst nefnilega umtalsverð ábyrgð í því að tryggja að allt gangi upp bak við tjöldin á stórum viðburðum. Ef hlutirnir fara úr skorðum er ekki bara verið að bregðast samstarfsfólki heldur öllum þeim sem hafa ákveðið að verja sínum dýrmæta tíma til þess að fylgjast með skemmtuninni. En sem betur fer voru engir sýnilegir hnökrar á útsendingunni á laugardagskvöldið. Tæknifólkið hefur því getað losað um frumsýningarspennuna að lokinni útsendingu með því að óska hvert öðru til hamingju og skála svo í dósabjór. Þannig týpur ætlast ekki til þess að vera hampað þótt allt gangi að óskum.Ekkert klúður Sjokkið kom daginn eftir. Fréttir fóru að berast um að hugsanlega hafi verið misbrestur á rafrænni talningu atkvæða í símakosningunni. Hjartað hefur þá farið að hamast í þeim sem báru ábyrgð á rafrænu kjörkössunum. Gat verið að svipað klúður hafi átt sér stað eins og á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra? Þá var La La Land tilkynnt sem besta myndin en aðstandendurnir þurftu svo að skila styttunni eftir hjartnæmar þakkarræður því fulltrúi PWC hafði ekki sett rétt umslag í hendurnar á kynnunum, það var kvikmyndin Moonlight sem raunverulega vann. Og þessi mistök eru það eina sem nokkur man af þessari hátíð. Það hefði verið fremur hallærislegt ef öll tilfinningaríku fagnaðarópin og einlægu viðtölin eftir að tilkynnt var um sigur Ara hefðu bara verið byggð á einhverjum misskilningi. Og það sem verra er—öll hin frábæra vinna við undirbúning og framkvæmd kvöldsins hefði fallið algjörlega í skuggann af mistökunum. Þjóðin beið því spennt á meðan málið var rannsakað. Eftir rúman sólarhring tilkynnti Vodafone með stolti að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í atkvæðagreiðslunni og að öll atkvæði hefðu skilað sér. Öll þjóðin gat varpað öndinni léttar, og sérstaklega aðstandendur keppninnar og þeir sem báru ábyrgð á atkvæðagreiðslunni.Ekki smámál En það er auðvitað víðar en í Eurovision sem fólk leggur hart að sér til þess að skipuleggja viðburði þar sem ekkert má út af bregða. Þeir sem leggja stund á spretthlaup eyða mörgum árum í að æfa sig fyrir keppni sem tekur tíu sekúndur, leikarar æfa sig í margar vikur fyrir frumsýningar og nemendur í skólum landsins undirbúa sig nótt sem nýtan dag fyrir mikilvæg próf. Í öllum þessum tilvikum þurfa alls konar aðilar „á bak við tjöldin“ að taka hlutverk sitt mjög alvarlega til þess að allt gangi upp. Það er þess vegna ekkert smámál að stærstur hluti 9. bekkinga hafi orðið fyrir því í vikunni, eftir margra vikna undirbúning og stress, að tölvukerfið í kringum samræmt próf í íslensku klikkaði þegar á hólminn var komið.Aðili brást Menntamálastofnun, sem ber ábyrgð á framkvæmd prófsins, var fljót að benda á sökudólginn. Það var hinn sívinsæli blóraböggull „þjónustuaðili“ sem klikkaði. Svo virðist sem „þjónustuaðila“ hafi láðst að stilla netkerfið þannig að það þyldi fullkomlega fyrirsjáanlegt álag þennan daginn. Þegar hlutir fara úrskeiðis þá virðist það merkilega oft vera þessum „þjónustuaðila“ að kenna því oftast ríkir ágæt sátt milli stofnunar sem ber ábyrgð og „þjónustuaðila“ um að „þjónustuaðili“ taki á sig skammirnar svo lengi sem aldrei er sagt frá því hver hann er—því þá gæti komið í ljós að mistökin eigi sér flóknari rætur. Það er ekki nema þegar hlutirnir ganga sérstaklega vel að grímunni er svipt af „þjónustuaðila“ og honum hampað. Annars er hann dálítið eins og grímuklædd ofurhetja með öfugum formerkjum—mætir ekki á svæðið til að bjarga málum en birtist alltaf til þess að taka á sig skammirnar þegar hlutir klúðrast og enginn vill taka ábyrgðina.Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun