Enn um Kristmann og Thor Óttar Guðmundsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður og fyrrum yfirlesari Forlagsins, skrifaði fallega lofgrein um föður sinn í Fréttablaðið þ. 7. marz sl. Tilefnið voru bakþankar mínir um viðureign Kristmanns Guðmundssonar við hinn vinstrisinnaða listaheim á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér þykir vænt um að hafa aðstoðað Guðmund Andra við að halda nafni föður síns á lofti og er reyndar sammála flestu sem þingmaðurinn segir. Thor Vilhjálmsson var gáfaður maður og ágætur rithöfundur. Guðmundur Andri misskilur reyndar margt og rangtúlkar annað en það gerir ekkert til. Mér finnst full ástæða til að rifja upp grein Thors sem var tilefni málaferlanna. Þar stendur m.a.: „Það er óafmáanleg svívirðing frá hendi stjórnmálamanna í garð íslenzkrar menningar að láta mann einsog Kristmann Guðmundsson hafa hæstu listamannalaun. Það jafngildir því að hrækja í andlitið, á hverjum einasta raunverulegum listamanni þessa lands og spræna yfir alla þjóðina.“ Þetta er dapurlegur texti þar sem lítið fer fyrir einhverri orðkynngi. Framhaldið er í sama stíl þar sem hann ræðst gegn Bjarna Benediktssyni sem hann kallar „lítinn voldugan mann“ og segir Kristmann vera „rógsendil“ hans. Það er erfitt að túlka slíka grein sem nokkuð annað en pólitískan skæting eða skítkast. Hún kastar þó engri rýrð á önnur verk Thors eða manninn sjálfan. Ég er enn þeirrar skoðunar að tími hafi verið kominn til að gera málinu hlutlæg skil og fagna bók Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur, um efnið. Þó Thor telji Kristmanni allt til foráttu hafði hann þó ákveðna kosti eins og kemur fram í frægri vísu eftir Jóhannes úr Kötlum: Lít ég einn sem list kann löngum hafa þær kysst hann Kristmann. Kristmann svaraði reyndar að bragði: Einkum þó vér ötlum að þær fari úr pjötlum í Kötlum.Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar