Fyrsta alþjóðamótið í slembiskák til heiðurs Fischer í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:45 Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan. Skák Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan.
Skák Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent