Skiptinemi lærði íslensku á örskömmum tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 20:00 Sautján ára ítalskur skiptinemi sem hefur verið hér á landi í rúma fimm mánuði neitar að tjá sig á öðru máli en íslensku og hefur náð góðum tökum á tungumálinu. Hann sér ekki fram á að nota íslenskuna mikið í framtíðinni en segir skemmilegt að kunna tungumál fámennrar þjóðar. Arturo Batistoni er frá Flórens á Ítalíu en kom til Íslands í lok ágúst á vegum AFS-skiptinemasamtakanna og stundar nám í Verzlunarskóla Íslands þar til í vor. Skiljanlega hafði hann lítið spáð í íslensku áður en hann kom til landsins. „Ég kunni bara að segja góðan daginn og góða nótt," segir Arturo glettinn. Þar sem dag íslenskrar tungu bar upp í nóvember ákvað Arturo í samráði við fósturforeldra sína að tala einungis íslensku í mánuðinum. Það gekk vel og var því ákveðið að leggja enskunni alfarið. „Þegar ég fer í búðina tala ég alltaf íslensku og í skólanum líka. Í byrjun talaði ég ekki góða íslensku en núna held ég að ég tali góða íslensku. Ef þú byrjar aldrei, kemur það aldrei," segir Artur nokkuð ánægður með árangurinn.Arturo ásamt Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem er frá Flórens líkt og Arturo.Hann gerir þó ekki ráð fyrir að hafa mikil not fyrir tungumálið í framtíðinni. „Nei ég held ekki," segir hann og hlær. „Bara þegar ég kem til Íslands. Nema bara til að segja að ég kunni íslensku. En það er gott að kunna tungumál sem bara nokkrir þekkja." Móðir Arturo er jarðfræðingur á Ítalíu og hafði starfsins vegna mikinn áhuga á Íslandi. Var það meginástæða þess að Artuo ákvað að koma til landsins. Sjálfur er hann orðinn nokkuð hrifinn af landi og þjóð. „Það er spennandi að vera á Íslandi og spennandi veður. Þetta er frábært land, alveg frábært land," segir Arturo. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Sautján ára ítalskur skiptinemi sem hefur verið hér á landi í rúma fimm mánuði neitar að tjá sig á öðru máli en íslensku og hefur náð góðum tökum á tungumálinu. Hann sér ekki fram á að nota íslenskuna mikið í framtíðinni en segir skemmilegt að kunna tungumál fámennrar þjóðar. Arturo Batistoni er frá Flórens á Ítalíu en kom til Íslands í lok ágúst á vegum AFS-skiptinemasamtakanna og stundar nám í Verzlunarskóla Íslands þar til í vor. Skiljanlega hafði hann lítið spáð í íslensku áður en hann kom til landsins. „Ég kunni bara að segja góðan daginn og góða nótt," segir Arturo glettinn. Þar sem dag íslenskrar tungu bar upp í nóvember ákvað Arturo í samráði við fósturforeldra sína að tala einungis íslensku í mánuðinum. Það gekk vel og var því ákveðið að leggja enskunni alfarið. „Þegar ég fer í búðina tala ég alltaf íslensku og í skólanum líka. Í byrjun talaði ég ekki góða íslensku en núna held ég að ég tali góða íslensku. Ef þú byrjar aldrei, kemur það aldrei," segir Artur nokkuð ánægður með árangurinn.Arturo ásamt Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem er frá Flórens líkt og Arturo.Hann gerir þó ekki ráð fyrir að hafa mikil not fyrir tungumálið í framtíðinni. „Nei ég held ekki," segir hann og hlær. „Bara þegar ég kem til Íslands. Nema bara til að segja að ég kunni íslensku. En það er gott að kunna tungumál sem bara nokkrir þekkja." Móðir Arturo er jarðfræðingur á Ítalíu og hafði starfsins vegna mikinn áhuga á Íslandi. Var það meginástæða þess að Artuo ákvað að koma til landsins. Sjálfur er hann orðinn nokkuð hrifinn af landi og þjóð. „Það er spennandi að vera á Íslandi og spennandi veður. Þetta er frábært land, alveg frábært land," segir Arturo.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira