Næsti Jónas Magnús Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 „Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Sá hróður verður aldrei skafinn af eyfirzku bændafólki, að hjá því nam Jónas Hallgrímsson móðurmálið.“ Skáldið Davíð Stefánsson var ekki spar á hólið um eyfirskt bændafólk í viðtali við Dag í desember árið 1956 og ekki að ástæðulausu. Fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka snilldartök á íslensku og listaskáldið Jónas Hallgrímsson sem lét sig ekki heldur muna um að yrkja á dönsku með miklum bravör. Að yrkja á öðru tungumáli kallar á mikla færni og þá ekkert síður á móðurmálinu. Það er þar sem hugsunin er formuð og þaðan rennur myndin fram úr penna skáldsins. Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins sem markar upphaf viku þar sem ræktun móðurmála verður sinnt og hún rædd í þaula. Þó svo við séum ekki öll stórskáld eins og Jónas þá mótar móðurmálið hugsanir okkar og gerir okkur mögulegt að miðla þeim. Fyrir okkur sem erum fædd til íslenskunnar hefur hún sérstaka þýðingu vegna þess að hún á stóran þátt í að gera okkur að því sem við erum. Þannig er það auðvitað einnig með þá sem fæðast til annars tungumáls hvort sem það er í heimalandi viðkomandi tungumáls eða á öðrum slóðum. Íslendingar hafa alltaf verið meðvitaðir um þetta hvar sem þeir búa í heiminum og hafa því lagt rækt við íslenskuna og þá ekki síst fyrir börn og unglinga. Þetta er hið besta mál vegna þess að færni í móðurmáli felur í sér færni til þess að forma og koma frá sér hugsunum og skoðunum. Auk þess sem það eflir alla málfærni og þar með möguleika viðkomandi til þess að ná góðum tökum á öðrum tungumálum. Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi alþingismaður, benti réttilega á í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 fyrir skömmu að á Íslandi sé rétti barna sem eiga annað móðurmál en íslenskuna ekki sinnt sem skyldi. Styrkleiki þessara barna og sjálfstraust er oft fólgið í móðurmáli þeirra og því þarf ekki að koma á óvart að þau eigi erfiðara með að fóta sig í íslenska skólakerfinu en til að mynda í nágrannalöndunum. Þessu þurfum við að breyta og við þurfum að gera það strax. Það er liðin tíð að Íslendingar allir séu hér bornir og barnfæddir og geti rakið ættir sínar til landnámsmanna. Þó svo langstærstur hluti þjóðarinnar eigi íslenskuna að móðurmáli þá þýðir það ekki að meirihlutinn eigi eða megi þvinga þá landa okkar sem eiga önnur móðurmál til þess að vera eins og við hin. Þvert á móti eigum við að taka fjölbreytileikanum fagnandi vegna þess að hann stækkar og auðgar veröld okkar allra sem hér búum. Þessi fjölbreytileiki móðurmála er ekki ógn við íslenskuna heldur tækifæri til þess að ala upp kynslóðir einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá mismunandi menningarsamfélögum. Einstaklinga sem eiga sér sínar fyrirmyndir innan fjölskyldu sinnar og menningar rétt eins og við sem eigum íslenskuna að móðurmáli. Við þurfum öll á okkar eyfirska bændafólki að halda til þess að skerpa málvitund okkar og færni og hver veit hvaða móðurmál á eftir að leiða fram okkar næsta Jónas til ódauðlegra verka?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun