Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Burðardýr kjósa oft að sitja frekar af sér dóm en vinna með lögreglu. Vísir/Getty Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels