Neyð Eyþór Arnalds skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði í borginni er orðin grafalvarleg. Andvaraleysi í lóða- og húsnæðismálum hefur ýtt íbúum Reykjavíkur yfir í önnur sveitarfélög og sumir eru án úrræða. Lítið er til af húsnæði til leigu og verðið er yfir þolmörkum fyrir fjölmargt fólk. Dæmi eru um 50m2 íbúðir sem leigðar eru á 200 þúsund krónur á mánuði. Útgreidd lágmarkslaun eru 223 þúsund krónur svo það má ljóst vera að dæmið gengur ekki upp. Fyrstu kaup ungs fólks eru erfiðari vegna húsnæðisskortsins og hefur Íbúðalánasjóður bent á þann möguleika að ungt fólk búi 5 árum lengur í foreldrahúsum en það kýs. Slík staða er ekki fólki bjóðandi. Í fyrra voru aðeins 322 íbúðir fullkláraðar í Reykjavík og er það 51% færri íbúðir en árið á undan. Í Mosfellsbæ voru byggðar fleiri íbúðir en í borginni þrátt fyrir að Mosfellsbær sé miklu minna sveitarfélag en Reykjavík. Á síðustu fjórum árum hefur Reykjavík setið eftir á meðan önnur sveitarfélög hafa vaxið. Ekkert bólar á efndum loforða um þúsundir leiguíbúða sem sett voru fram fyrir síðustu kosningar.Húsnæðislausum hefur fjölgað um 95% Sárasta birtingarmynd ástandsins á húsnæðismarkaði er svo staða húsnæðislausra. Á síðustu 5 árum hefur húsnæðislausum fjölgað um 95% og hefur staðan aldrei verið verri. Á síðasta ári voru 349 manns sem töldust heimilislaus eða utangarðs í Reykjavík, en árið 2012 voru það 179 manns. Þetta er mjög alvarleg þróun á tiltölulega stuttum tíma. Það er ljóst að húsnæðisvandann þarf að leysa. Reykjavík á mikið land og getur úthlutað lóðum á ýmsum stöðum í borginni ef vilji er til. Verði ég borgarstjóri heiti ég því að framboð á búsetukostum verði stóraukið í borginni svo Reykjavík verði valkostur á ný. Möguleikarnir eru margir. Ljúka þarf uppbygginu í Úlfarsárdal, leyfa íbúabyggð í Örfirisey, Geldinganesi og Keldum svo dæmi séu tekin. Vilji er allt sem þarf.Höfundur mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun