Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:42 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30