Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 22:15 Manafort vann sem málafylgjumaður um árabil, oft fyrir erlend ríki. Hann er meðal annars sakaður um að hafa leynt greiðslum sem hann fékk fyrir skattayfirvöldum í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Nýjum liðum hefur verið bætt við ákærur gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, og annars fyrrverandi starfsmanns framboðsins. Leynd ríkir yfir efni ákæruliðanna og liggur ekki fyrir hvort að um nýjar ásakanir sé að ræða eða samkomulag um játningu. Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til fjölda ára og fyrrverandi starfsmaður framboðs Donalds Trump til forseta, voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í október. Þeim er gefið að sök peningaþvætti, skattsvik og brot á lögum um málafylgjumenn fyrir erlend ríki. Nú greina fjölmiðlar frá því að nýr og innsiglaður ákæruliður hafi verið skráður hjá dómstólnum í Wahington-borg sem fjallar um mál þeirra. Báðir hafa þeir neitað sök. CNN-fréttastöðin segir að þetta gæti þýtt að nýjar ásakanir hafi komið fram eða að samkomulag hafi náðst á milli saksóknara og annars eða beggja sakborninga um játningu.Grunaður um að hafa svikið út lánFyrir helgi greindu rannsakendurnir frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um að Manafort hefði framið fjársvik sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir til þessa. Reuters-fréttastofan segir að þau mál tengist veði í fasteign í úthverfi Washington-borgar. Manafort hafi falsað gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækis síns til að tryggja sér lán. Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Gates hafi náð samkomulagi við Mueller um að bera vitni gegn Manafort. Lögmaður sem vann með Manafort og Gates játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við Gates og ónefndan Úkraínumann í gær. Manafort var kosningastjóri Trump í fimm mánuði árið 2016 en steig til hliðar í ágúst eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og hélt áfram störfum eftir brotthvarf Manafort. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Nýjum liðum hefur verið bætt við ákærur gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, og annars fyrrverandi starfsmanns framboðsins. Leynd ríkir yfir efni ákæruliðanna og liggur ekki fyrir hvort að um nýjar ásakanir sé að ræða eða samkomulag um játningu. Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til fjölda ára og fyrrverandi starfsmaður framboðs Donalds Trump til forseta, voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í október. Þeim er gefið að sök peningaþvætti, skattsvik og brot á lögum um málafylgjumenn fyrir erlend ríki. Nú greina fjölmiðlar frá því að nýr og innsiglaður ákæruliður hafi verið skráður hjá dómstólnum í Wahington-borg sem fjallar um mál þeirra. Báðir hafa þeir neitað sök. CNN-fréttastöðin segir að þetta gæti þýtt að nýjar ásakanir hafi komið fram eða að samkomulag hafi náðst á milli saksóknara og annars eða beggja sakborninga um játningu.Grunaður um að hafa svikið út lánFyrir helgi greindu rannsakendurnir frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um að Manafort hefði framið fjársvik sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir til þessa. Reuters-fréttastofan segir að þau mál tengist veði í fasteign í úthverfi Washington-borgar. Manafort hafi falsað gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækis síns til að tryggja sér lán. Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Gates hafi náð samkomulagi við Mueller um að bera vitni gegn Manafort. Lögmaður sem vann með Manafort og Gates játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við Gates og ónefndan Úkraínumann í gær. Manafort var kosningastjóri Trump í fimm mánuði árið 2016 en steig til hliðar í ágúst eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og hélt áfram störfum eftir brotthvarf Manafort.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18