Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 22:15 Manafort vann sem málafylgjumaður um árabil, oft fyrir erlend ríki. Hann er meðal annars sakaður um að hafa leynt greiðslum sem hann fékk fyrir skattayfirvöldum í Bandaríkjunum. Vísir/AFP Nýjum liðum hefur verið bætt við ákærur gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, og annars fyrrverandi starfsmanns framboðsins. Leynd ríkir yfir efni ákæruliðanna og liggur ekki fyrir hvort að um nýjar ásakanir sé að ræða eða samkomulag um játningu. Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til fjölda ára og fyrrverandi starfsmaður framboðs Donalds Trump til forseta, voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í október. Þeim er gefið að sök peningaþvætti, skattsvik og brot á lögum um málafylgjumenn fyrir erlend ríki. Nú greina fjölmiðlar frá því að nýr og innsiglaður ákæruliður hafi verið skráður hjá dómstólnum í Wahington-borg sem fjallar um mál þeirra. Báðir hafa þeir neitað sök. CNN-fréttastöðin segir að þetta gæti þýtt að nýjar ásakanir hafi komið fram eða að samkomulag hafi náðst á milli saksóknara og annars eða beggja sakborninga um játningu.Grunaður um að hafa svikið út lánFyrir helgi greindu rannsakendurnir frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um að Manafort hefði framið fjársvik sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir til þessa. Reuters-fréttastofan segir að þau mál tengist veði í fasteign í úthverfi Washington-borgar. Manafort hafi falsað gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækis síns til að tryggja sér lán. Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Gates hafi náð samkomulagi við Mueller um að bera vitni gegn Manafort. Lögmaður sem vann með Manafort og Gates játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við Gates og ónefndan Úkraínumann í gær. Manafort var kosningastjóri Trump í fimm mánuði árið 2016 en steig til hliðar í ágúst eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og hélt áfram störfum eftir brotthvarf Manafort. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Nýjum liðum hefur verið bætt við ákærur gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, og annars fyrrverandi starfsmanns framboðsins. Leynd ríkir yfir efni ákæruliðanna og liggur ekki fyrir hvort að um nýjar ásakanir sé að ræða eða samkomulag um játningu. Manafort og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til fjölda ára og fyrrverandi starfsmaður framboðs Donalds Trump til forseta, voru ákærðir í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í október. Þeim er gefið að sök peningaþvætti, skattsvik og brot á lögum um málafylgjumenn fyrir erlend ríki. Nú greina fjölmiðlar frá því að nýr og innsiglaður ákæruliður hafi verið skráður hjá dómstólnum í Wahington-borg sem fjallar um mál þeirra. Báðir hafa þeir neitað sök. CNN-fréttastöðin segir að þetta gæti þýtt að nýjar ásakanir hafi komið fram eða að samkomulag hafi náðst á milli saksóknara og annars eða beggja sakborninga um játningu.Grunaður um að hafa svikið út lánFyrir helgi greindu rannsakendurnir frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um að Manafort hefði framið fjársvik sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir til þessa. Reuters-fréttastofan segir að þau mál tengist veði í fasteign í úthverfi Washington-borgar. Manafort hafi falsað gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækis síns til að tryggja sér lán. Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Gates hafi náð samkomulagi við Mueller um að bera vitni gegn Manafort. Lögmaður sem vann með Manafort og Gates játaði að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við Gates og ónefndan Úkraínumann í gær. Manafort var kosningastjóri Trump í fimm mánuði árið 2016 en steig til hliðar í ágúst eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki tengdum rússneskum stjórnvöldum í Úkraínu. Gates var aðstoðarkosningastjóri framboðsins og hélt áfram störfum eftir brotthvarf Manafort.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20 Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Rick Gates er sagður hafa náð samkomulagi við rannsakendur Roberts Mueller um að vinna með þeim. Hann gæti borið vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Trump. 19. febrúar 2018 20:20
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent