Úrslitastund eftir viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15