Úrslitastund eftir viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15