Útlendinganefnd leysi lýðræðisvandann? Ögmundur Jónasson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar borgaryfirvöld tóku tilneydd að velta því fyrir sér hvernig brjóta mætti niður lýðræðislegan vilja Reykvíkinga til að halda innanlandsfluginu í Vatnsmýrinni í Reykjavík varð niðurstaða sú að skipa nefnd til að finna nýja staðsetningu fyrir flugvöllinn – en þó á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu ætti að virða vilja Reykvíkinga um flugvöll í Reykjavík! Hann ætti bara ekki að þvælast fyrir fasteignabröskurum sem vildu byggja á verðmætasta byggingalandinu svo vísað sé í nýlegan leiðara Fréttablaðsins. Þar var líka talað um hnúta sem þyrfti að leysa og skotgrafir sem þyrfti að komast upp úr. Og hvernig? Með því að fá nefnd útlendinga sem hefði skýrt umboð: „Stjórnmálamenn verða að una niðurstöðunum“, sagði leiðarahöfundur.Staðráðin að virða ekki meirihlutaviljann Allt orkar þetta nú heldur tvímælis. Ítrekaðar skoðanakannanir á mörgum undanförnum árum hafa bent til þess að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna – einnig yfirgnæfandi meirihluti Reykjavíkinga – vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Hvaða hnút þarf þá að höggva á? Hnúturinn sem þarf að leysa er sá vandi sem lýðræðið skapar borgaryfirvöldum í þessu máli. Löngu er nefnilega orðið ljóst að meirihlutaviljann á ekki að virða.Illa gert gagnvart Rögnu Alltaf finnst mér það heldur illa gert gagnvart þeirri ágætu konu, Rögnu Árnadóttur, að kenna við hennar nafn rannsóknarnefnd sem hún var í forsvari fyrir og kom fram með einhverja alvafasömustu tillögu sem fram hefur komið í þessu máli. Nefndinni var falið að kanna hvað væri skásti kosturinn fyrir flugvöll innan höfuðborgarsvæðisins ef flugvöllurinn yrði fluttur úr Vatnsmýrinni – nota bene ekki hver væri besti kosturinn fyrir innanlandsflugvöll, heldur hvar á höfuðborgarsvæðinu mætti koma flugvelli fyrir ef hann yrði hrakinn úr Vatnsmýrinni. Þannig varð til hugmyndin um Hvassahraun.Vilja loka málinu þvert á almannavilja En til þess að reka smiðshöggið á þessa ráðagerð er svo að skilja að ríkisstjórnin hyggist nú fá útlenda menn til að koma með tillöguna og hafi leiðarahöfundur Fréttablaðsins sitt fram yrði málinu þar með lokað. Una verði niðurstöðum aðkeyptra málaliða! En það eru ekki bara braskararnir sem myndu hrósa sigri.Hvernig flugfélögin vilja ráðstafa skattfé Talsmenn flugfélaganna segja að þeir geti vel hugsað sér að láta skattborgara landsins kosta nýjan flugvöll í Hvassahrauni með öllu tilheyrandi. Fjármunum sé betur varið þannig en sóa þeim í menntun barnanna og umönnun aldraðra. Svo sé Reykjanesið varla til annars en að slétta það og malbika. Þarna held ég nú samt að einhverjir eigi eftir að rísa upp. Reykjanesið er nefnilega með fegurstu landsvæðum Íslands. Hver hefur ekki ekið með ferðamenn frá Keflavíkurflugvelli og orðið vitni að hrifningu þeirra af úfnu hrauninu sem ekið er um.Förum vel með landið Við eigum að fara vel með landið okkar og varast í lengstu lög að ráðast í óafturkræf landspjöll. Síðan er náttúrlega hitt að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll – Miðnesheiðin – býður upp á talsverða möguleika á útvíkkun og þá einnig fyrir innanlandsflugið ef í harðbakkann slær.Vatnsmýrin og Manhattan Og síðan er það braskið. Ég hef áður vakið á því athygli að á ólíklegustu stöðum hafa menn staðist áhlaup byggingabraskara eða hvað skyldi leiðarahöfundur Fréttablaðsins segja um verðmæti byggingalandsins í Hyde Park í London eða Central Park á Manhattan í New York. Seint myndu íbúar þessara borga sætta sig við að „útlendinganefnd“ svipti þá valdi yfir þessum opnu svæðum sem gráðugustu braskarar jarðkringlunnar hafa lengi rennt girndaraugum til.Höfundur er fv. alþingismaður
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun