Berta Rut skoraði alls sex mörk í 39-18 sigri en síðasta markið hennar var ekkert venjulegt mark.
Haukakonur voru þá að hefja sókn og leiktíminn var að renna út. Berta Rut fékk boltann við miðjuna og hafði ekki tíma til að fara nær.
Hún lét vaða og tókst að skora áður en leiktíminn rann út. Hér fyrir neðan má sjá Sjáðu Bertu skora þetta flautumark frá miðju en myndirnar koma frá Haukar TV.
Það er ekki á hverjum degi sem það er skorað flautumark í handbolta leik, hvað þá frá miðju. En það tókst henni Bertu Rut þegar hún skoraði síðast mark Hauka í leiknum við Fjölni sem sýndur var á @HaukarTV í vikunni #olisdeildin#handbolti#seinnibylgjanpic.twitter.com/ZvP3J5LegH
— Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) February 22, 2018
Þetta er hennar fyrsta alvöru tímabil í efstu deild en Berta skoraði 2 mörk í 20 deildarleikjum í fyrra.