Heilbrigðiseftirlitið skoðar gervigrasið í Kórnum og mælir loftgæðin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 17:00 Grænt gúmmíryk hefur verið áberandi síðan nýtt gervigras var lagt í Kórnum um áramót. Vísir/Hanna Kópavogsbær fundaði á mánudag um stöðuna varðandi gervigrasið í Kórnum og var ákveðið að grípa til ráðstafana og einnig að láta mæla loftgæðin á vellinum. Frá því að nýtt gervigras var tekið í notkun í kórnum um áramót hefur grænt gúmmíryk loðað við skó og fatnað íþróttaiðkanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina kvörtuðu foreldrar barna sem æfa í Kórnum yfir því að Heilbrigðiseftirlitið væri ekki búið að skoða málið nánar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," sagði Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Páll Halldórsson sem sér um gervigrasið í Kórnum sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að grasið uppfylli kröfur FIFA og sé ekki skaðlegt. „Þetta græna efni í Kórnum er það dýrasta sem hægt er að fá. Það uppfyllir leikfangastaðla og uppfyllir sömu staðla og leikföng sem börn eru með uppi í sér þannig að þetta er ekkert hættulegt.“ Eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna að ykkar mati?Mæla á loftgæðin á gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi.Vísir/HannaHeilbrigðiseftirlitið skoðar málið Í frétt á vef Kópavogsbæjar þann 19.febrúar kom fram að í vellinum sé EPDM efni, sérstaklega framleitt til notkunar á gervigrasvöllum. „Það efni er notað í fjölda nýlegra gervigrasvalla hér á landi innandyra og utan.Það er metnaðarmál hjá bænum að aðstaða til íþróttaiðkunar sé til fyrirmyndar og Kópavogsbær leggur ríka áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og kostur er,“ var meðal annars skrifað í fréttinni. Ákveðið var að ryksuga völlinn og bleyta hann með sápuefni samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar segir í samtali við Vísi að allar upplýsingar um efnin sem notuð voru séu nú til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins. Hefur einnig verið óskað eftir því að framkvæmd verði loftgæðamæling en ekki liggur fyrir hvenær hún verður gerð. „Þau hafa fengið öll gögn málsins send og ætla að rýna þau fyrir okkur.“Rykið ekki sýnilegt í dag Sigríður gat ekki tjáð sig um ásakanir Sveinbjörns Arnaldssonar í Bítinu á Bylgjunni í vikunni um að spilling hafi verið í útboðsferlinu þar sem hann hefði kært málið til kærunefndar útboðsmála. Málið er þar í vinnslu. Hún segir að aðgerðirnar í Kórnum síðustu daga hafi haft áhrif á vandamál vegna græna gúmmíryksins. „Síðan á mánudaginn er búið að ryksuga einu sinni og svo var völlurinn bleyttur í gær með vatni og svo með þessari sérstöku sápu í dag. Í gær og í dag hefur ekki borið á neinu ryki. Það sem á að gera núna er að láta einhverja daga líða og taka stöðuna á mánudaginn.“ Heilbrigðiseftirlitið ætlar á vettvang á morgun en ekki er vitað hvort loftgæðamælingin verður gerð í þeirri skoðun eða síðar.En eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna? Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Hafnarfjarðar, minnir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á að Kórinn sé meira en gervigrasvöllurinn. Þar eru fleiri salir sem eru ekki með gervigrasi. „Heilbrigðiseftirlitið styður það sem fram kemur í fréttatilkynningu Kópavogsbæjar að ástand gervigrasvallarins sé ekki ásættanlegt enn sem komið. Eðli málsins samkvæmt skulu börn njóta vafans og gildir þessi ályktun ekki hvað síst fyrir þau.“ Tengdar fréttir Segir að „græni hrákinn“ sé límklessa á vellinum Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA og gúmmírykið á því sé ekki skaðlegt. 21. febrúar 2018 14:11 Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Kópavogsbær fundaði á mánudag um stöðuna varðandi gervigrasið í Kórnum og var ákveðið að grípa til ráðstafana og einnig að láta mæla loftgæðin á vellinum. Frá því að nýtt gervigras var tekið í notkun í kórnum um áramót hefur grænt gúmmíryk loðað við skó og fatnað íþróttaiðkanda. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina kvörtuðu foreldrar barna sem æfa í Kórnum yfir því að Heilbrigðiseftirlitið væri ekki búið að skoða málið nánar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," sagði Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Páll Halldórsson sem sér um gervigrasið í Kórnum sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að grasið uppfylli kröfur FIFA og sé ekki skaðlegt. „Þetta græna efni í Kórnum er það dýrasta sem hægt er að fá. Það uppfyllir leikfangastaðla og uppfyllir sömu staðla og leikföng sem börn eru með uppi í sér þannig að þetta er ekkert hættulegt.“ Eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna að ykkar mati?Mæla á loftgæðin á gervigrasinu í Kórnum í Kópavogi.Vísir/HannaHeilbrigðiseftirlitið skoðar málið Í frétt á vef Kópavogsbæjar þann 19.febrúar kom fram að í vellinum sé EPDM efni, sérstaklega framleitt til notkunar á gervigrasvöllum. „Það efni er notað í fjölda nýlegra gervigrasvalla hér á landi innandyra og utan.Það er metnaðarmál hjá bænum að aðstaða til íþróttaiðkunar sé til fyrirmyndar og Kópavogsbær leggur ríka áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og kostur er,“ var meðal annars skrifað í fréttinni. Ákveðið var að ryksuga völlinn og bleyta hann með sápuefni samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda. Sigríður Björg Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar segir í samtali við Vísi að allar upplýsingar um efnin sem notuð voru séu nú til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðisins. Hefur einnig verið óskað eftir því að framkvæmd verði loftgæðamæling en ekki liggur fyrir hvenær hún verður gerð. „Þau hafa fengið öll gögn málsins send og ætla að rýna þau fyrir okkur.“Rykið ekki sýnilegt í dag Sigríður gat ekki tjáð sig um ásakanir Sveinbjörns Arnaldssonar í Bítinu á Bylgjunni í vikunni um að spilling hafi verið í útboðsferlinu þar sem hann hefði kært málið til kærunefndar útboðsmála. Málið er þar í vinnslu. Hún segir að aðgerðirnar í Kórnum síðustu daga hafi haft áhrif á vandamál vegna græna gúmmíryksins. „Síðan á mánudaginn er búið að ryksuga einu sinni og svo var völlurinn bleyttur í gær með vatni og svo með þessari sérstöku sápu í dag. Í gær og í dag hefur ekki borið á neinu ryki. Það sem á að gera núna er að láta einhverja daga líða og taka stöðuna á mánudaginn.“ Heilbrigðiseftirlitið ætlar á vettvang á morgun en ekki er vitað hvort loftgæðamælingin verður gerð í þeirri skoðun eða síðar.En eru loftgæðin í Kórnum slæm fyrir íþróttaiðkun barna? Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Hafnarfjarðar, minnir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á að Kórinn sé meira en gervigrasvöllurinn. Þar eru fleiri salir sem eru ekki með gervigrasi. „Heilbrigðiseftirlitið styður það sem fram kemur í fréttatilkynningu Kópavogsbæjar að ástand gervigrasvallarins sé ekki ásættanlegt enn sem komið. Eðli málsins samkvæmt skulu börn njóta vafans og gildir þessi ályktun ekki hvað síst fyrir þau.“
Tengdar fréttir Segir að „græni hrákinn“ sé límklessa á vellinum Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA og gúmmírykið á því sé ekki skaðlegt. 21. febrúar 2018 14:11 Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Segir að „græni hrákinn“ sé límklessa á vellinum Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA og gúmmírykið á því sé ekki skaðlegt. 21. febrúar 2018 14:11
Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00