Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:00 Kortið sýnir flæði íss á Suðurskautslandinu. Litakóðinn sýnir hraða flæðisins á einu ári. NASA Earth Observatory Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55