Landsliðsþjálfari Serba var fullur á hliðarlínunni á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:25 Jovica Cvetkovic. Vísir/Getty Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera. EM 2018 í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira