Geldingar á grísum nær aflagðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 20:30 Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira