Skilti við Hlemm sveiflast „eins og lauf í vindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 19:47 Viðbragðsaðilar við störf á Hlemmi í kvöld. Vísir/Egill Skilti utan á hótelinu Hlemmur Square við Hlemm í miðborg Reykjavíkur hefur losnað frá byggingunni og sveiflast til og frá í hvössum vindi sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að ná skiltinu niður. Lögregluþjónn á vettvangi segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld að verulega hætta sé á að skiltið detti niður. „Það hefur slitnað út frá þremur festingum og svo sveiflast þetta eins og lauf í vindi.“ Búið er að girða af svæðið undir skiltinu til að koma í veg fyrir að það falli á vegfarendur. Þá eru björgunarsveitir mættar á staðinn til aðstoðar auk kranabíls. Aftakaveður er á höfuðborgarsvæðinu en skiltið laflausa er þó fyrsta veðurtengda verkefnið sem lögregla sinnir í kvöld.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum að skiltið umrædda sé einnig fyrsta verkefni kvöldsins hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin séu nú alls þrjú, fyrr í dag sinntu björgunarsveitir tveimur fokútköllum á Hvolsvelli annars vegar og Blönduósi hins vegar. Veður er afar slæmt um allt land og er gul viðvörun Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestirði, Norðurlandi eystra, Austurlandi að glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra.Kranabíll er kominn á vettvang.Vísir/Egill Lögregla vaktar skiltið við Hlemm Square.Vísir/Egill Skiltið sveiflaðist til eins og sjá má á myndinni.Vísir/EgillFréttin hefur verið uppfærð. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30 Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Skilti utan á hótelinu Hlemmur Square við Hlemm í miðborg Reykjavíkur hefur losnað frá byggingunni og sveiflast til og frá í hvössum vindi sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að ná skiltinu niður. Lögregluþjónn á vettvangi segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld að verulega hætta sé á að skiltið detti niður. „Það hefur slitnað út frá þremur festingum og svo sveiflast þetta eins og lauf í vindi.“ Búið er að girða af svæðið undir skiltinu til að koma í veg fyrir að það falli á vegfarendur. Þá eru björgunarsveitir mættar á staðinn til aðstoðar auk kranabíls. Aftakaveður er á höfuðborgarsvæðinu en skiltið laflausa er þó fyrsta veðurtengda verkefnið sem lögregla sinnir í kvöld.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á áttunda tímanum að skiltið umrædda sé einnig fyrsta verkefni kvöldsins hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnin séu nú alls þrjú, fyrr í dag sinntu björgunarsveitir tveimur fokútköllum á Hvolsvelli annars vegar og Blönduósi hins vegar. Veður er afar slæmt um allt land og er gul viðvörun Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestirði, Norðurlandi eystra, Austurlandi að glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Þá er appelsínugul viðvörun í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra.Kranabíll er kominn á vettvang.Vísir/Egill Lögregla vaktar skiltið við Hlemm Square.Vísir/Egill Skiltið sveiflaðist til eins og sjá má á myndinni.Vísir/EgillFréttin hefur verið uppfærð.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30 Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Gul viðvörun fyrir allt landið: Færð gæti spillst frá hádegi Vindhviður við fjöll gætu farið yfir 40 metra á sekúndu í dag. 23. febrúar 2018 11:30
Heiðarlegur gamaldags stormur fram á nótt, jafnvel rok Viðvörunarstig fyrir Norðvesturland hefur verið hækkað úr gulri viðvörun í appelsínugula viðvörun. 23. febrúar 2018 15:59