Pedersen: Slæmt umtal hafði engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 22:19 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Bára Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“ Körfubolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“
Körfubolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira