Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 23:00 Manafort hélt störfum sínum og greiðslum frá úkraínskum stjórnvöldum leyndum fyrir bandarískum yfirvöldum. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, er sagður hafa greitt evrópskum fyrrverandi háttsettum stjórnmálamönnum á laun fyrir að halda uppi málstað ríkisstjórnar Úkraínu sem var hliðholl Rússum árin 2012 og 2013. Þetta kemur fram í ákæru Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Evrópsku stjórnmálamennirnir eru ekki nafngreindir í ákæruliðunum sem bætt var við í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort er sakaður um að hafa millifært meira en tvær milljónir dollara til ónefndu stjórnmálamannanna fyrrverandi. Reuters segir að Manafort hafi stofnað „Hapsborgarhópinn“ þar sem fyrrverandi stjórnmálamenn komu fram og gáfu álit sitt á aðgerðum úkraínsku ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi „kanslari“ í Evrópu fór fyrir hópnum. Hann er nefndur „erlendur stjórnmálamaður A“ í ákærunni. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að embættisheitið kanslari sé aðeins notað í fáum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Austurríki. Vitnar hún í frétt AP-fréttastofunnar frá því í fyrra um að fyrirtæki sem tengdist erindrekstri Manafort fyrir erlend ríki hafi haft Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslara Austurríkis, á launum sem sérfræðing.Chicago Tribune sagði frá því í apríl í fyrra að Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hafi einnig unnið fyrir sama fyrirtæki, Mercury LLC.Sporin falin með því að stofna félögÍ frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að Manafort hafi greitt stjórnmálamönnunum til að virðast vera „sjálfstæðir“ stjórnmálaskýrendur þegar þeir voru í raun launaðir talsmenn úkraínskra stjórnvalda. Félagasamtök voru stofnuð til þess að fela tengslin við úkraínsk stjórnvöld og notaði Manafort aflandsfélag til að greiða þeim fyrir þátttöku sína. Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum eftir mikil mótmæli í landinu árið 2014. Hann flúði til Rússlands í kjölfarið. Ástæðan fyrir því að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst 2016 var sú að ásakanir höfðu komið fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórmálaflokki Janúkovitsj. Þegar Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október var það meðal annars fyrir peningaþvætti á tekjum sem hann hafði af erindrekstri fyrir erlend ríki og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki hjá bandarískum yfirvöldum eins og honum var skylt að gera. Fyrr í kvöld var greint frá því að Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump og viðskiptafélagi Manafort til fleiri ára, sem Mueller ákærði á sama tíma og Manafort hefði játað sök. Hann hafi náð samkomulagi um að vinna með rannsakendunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, er sagður hafa greitt evrópskum fyrrverandi háttsettum stjórnmálamönnum á laun fyrir að halda uppi málstað ríkisstjórnar Úkraínu sem var hliðholl Rússum árin 2012 og 2013. Þetta kemur fram í ákæru Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Evrópsku stjórnmálamennirnir eru ekki nafngreindir í ákæruliðunum sem bætt var við í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort er sakaður um að hafa millifært meira en tvær milljónir dollara til ónefndu stjórnmálamannanna fyrrverandi. Reuters segir að Manafort hafi stofnað „Hapsborgarhópinn“ þar sem fyrrverandi stjórnmálamenn komu fram og gáfu álit sitt á aðgerðum úkraínsku ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi „kanslari“ í Evrópu fór fyrir hópnum. Hann er nefndur „erlendur stjórnmálamaður A“ í ákærunni. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að embættisheitið kanslari sé aðeins notað í fáum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Austurríki. Vitnar hún í frétt AP-fréttastofunnar frá því í fyrra um að fyrirtæki sem tengdist erindrekstri Manafort fyrir erlend ríki hafi haft Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslara Austurríkis, á launum sem sérfræðing.Chicago Tribune sagði frá því í apríl í fyrra að Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hafi einnig unnið fyrir sama fyrirtæki, Mercury LLC.Sporin falin með því að stofna félögÍ frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að Manafort hafi greitt stjórnmálamönnunum til að virðast vera „sjálfstæðir“ stjórnmálaskýrendur þegar þeir voru í raun launaðir talsmenn úkraínskra stjórnvalda. Félagasamtök voru stofnuð til þess að fela tengslin við úkraínsk stjórnvöld og notaði Manafort aflandsfélag til að greiða þeim fyrir þátttöku sína. Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum eftir mikil mótmæli í landinu árið 2014. Hann flúði til Rússlands í kjölfarið. Ástæðan fyrir því að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst 2016 var sú að ásakanir höfðu komið fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórmálaflokki Janúkovitsj. Þegar Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október var það meðal annars fyrir peningaþvætti á tekjum sem hann hafði af erindrekstri fyrir erlend ríki og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki hjá bandarískum yfirvöldum eins og honum var skylt að gera. Fyrr í kvöld var greint frá því að Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump og viðskiptafélagi Manafort til fleiri ára, sem Mueller ákærði á sama tíma og Manafort hefði játað sök. Hann hafi náð samkomulagi um að vinna með rannsakendunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent