FH leiðir eftir fyrri daginn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 15:26 Ari Bragi Kárason var í eldlínunni í dag. mynd/frí Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Spennan var líklegast mest fyrir 60 metra spretthlaupið en Dóróthea Jóhannesdóttir sigraði í kvennaflokki á 7,71 sekúndu sem er hennar besti árangur. Mjög mjótt var á mununum en aðeins tveimur sekúndubrotum munaði á Dórótheu og Andreu Torfadóttur sem varð í öðru sæti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð þriðja á 7,83 sekúndum. Allar þrjár keppa undir merkjum FH. Fyrir mótið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR besta tíma ársins í greininni, 7,66 sekúndur. Hrafnhild var ekki meðal þáttakenda í dag og náði enginn að bæta tíma hennar, Andrea komst þó nærri því þegar hún sigraði undanúrslitin á 7,69 sekúndum sem var hennar besti árangur á ferlinum. FH-ingurinn Ari Bragi Kárason sigraði í karlaflokki á tímanum 6,94 sekúndum. Næstur var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS á 7 sekúndum sléttum og Dagur Andri Einarsson, FH, varð þriðji á 7,04 sekúndum. Ari Bragi hafði áður bætt persónulegt met sitt í undanúrslitunum þegar hann fór á 6,92 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins þegar hún sigraði hástökkskeppnina. Hún stökk hæst 1,73 metra sem er jöfnun á hennar besta árangri. María varð önnur í greininni á Smáþjóðaleikunum á síðasta ári. Jafnar í öðru og þriðja sæti urðu Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS og Fjölniskonan Helga Þóra Sigurjónsdóttir. Þær stukku báðar 1,70 metra. Bjarki Gíslason úr KFA vann gullið í stangarstökki með yfirburðum. Hann stökk hæst 4,95 metra en næsti maður stökk hæst 4,52 metra. Það var Andri Fannar Gíslason, liðsfélagi Bjarka úr KFA. Þriðji varð Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, með 4,42 metra. ÍR-ingar hirtu öll verðlaunin í þrístökki kvenna. Hildigunnur Þórarinsdóttir stökk lengst allra, 11,66 metra. Vilborg María Loftsdóttir varð önnur með 10,95 metra stökk og Elma Sól Halldórsdóttir setti persónulegt met með því að fara 10,84 metra. Í 1500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson úr ÍR í karlaflokki en María Birkisdóttir, FH, tók Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst allra í þrístökki karla með stökki upp á 14,09 metra sem er hans besti árangur. Andri Snær Ólafsson Lukes, Ármanni, og Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR, urðu í öðru og þriðja sæti. Kristján Viktor Kristinsson bætti sinn besta árangur með kasti upp á 15,77 metra í kúluvarpi sem tryggði honum Íslandsmeistaratitilinn. Kormákur Ari Hafliðason vann 400m hlaup karla og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki. FH er með mikla forystu í stigakeppninni eftir fyrsta keppnisdag með 18114 stig. ÍR kemur næst á eftir með 10263 stig og Breiðablik er með 9030.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti