Skorað á sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Samkvæmt heimildum fréttastofu telur hópur innan flokksins hins vegar að tryggja megi breiðari samstöðu með varaformanni úr sveitarstjórnarmálum og hefur verið skorað á aðra í því samhengi. Þórdís er sú fyrsta sem tilkynnir formlega um framboð til varaformanns en kosið verður í embættið á landsfundinum í miðjum mars. Hún finnur fyrir töluverðum stuðningi og tók ákvörðunina í ljósi þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.„Ástæðan er mjög einföld þrátt fyrir að ákvörðunin sé stór. Þegar maður hefur helgað kröftum sínum stjórnmálum er þetta bara enn annað tækifærið til þess að láta gott af sér leiða," segir Þórdís Kolbrún. Þórdís hefur íhugað framboðið í nokkurn tíma og ætlaði einnig að bjóða sig fram þegar landsfundurinn var upphaflega á dagskrá í nóvember. Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir sem hefur verið starfandi varaformaður hyggst ekki fara í varaformannsslaginn en ætlar að bjóða sig aftur fram sem ritari flokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið skorað á fleiri og er einhver vilji innan flokksins til þess að fá einstakling úr sveitastjórnmálum í embættið til að skapa breiðari samstöðu. Skorað hefur verið á Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita flokksins í Hafnarfirði, en í samtali við fréttastofu segist hún ekki hafa gert upp hug sinn. Þá hefur einnig verið skorað á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs og er Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, einnig að íhuga málið. Þórdís segist ætla einbeita sér að því að ná til fleira fólks nái hún kjöri. „Það eru ákveðnir hópar sem hlusta síður þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar. En oft þegar maður nær talsambandi við fólk heyrir maður að það er samhljómur," segir Þórdís Kolbrún.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira