Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 21:01 Gusenbauer stjórnaði Habsborgarhópnum svonefnda. Í ákæru Mueller kemur fram að félögum hans hafi verið ætlað að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu þegar þeir voru í reynd á launum hjá stjórnvöldum í Kænugarði. Vísir/AFP Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02