„Ég er mikill aðdáandi Sigmundar en skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 14:54 Brynjar kveðst vera mikill aðdáandi formanns Miðflokksins en skilur ekki hvað málið er varðandi söluna á Arion banka. Vísir/samsett mynd „Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00
Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37