Ábyrgð þorps Magnús Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að það þurfi heilt þorp til þess að ala upp barn og það ekki að ástæðulausu. Öll berum við ábyrgð í samfélagi og öllum ber okkur að vera virk og vakandi fyrir því sem betur mætti fara. Þar duga ekki orðin tóm heldur verðum við að bregast við órættlæti, koma þeim til hjálpar sem fyrir því verða og sjá til þess að þeir sem því valda taki ábyrgð á gjörðum sínum. Ef samfélag stingur hausnum í sandinn fer illa. Mál mannsins sem beitti fjölmargar stúlkur á Sauðárkróki kynferðislegu ofbeldi er dæmi um slíkt mál. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður fjallar um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þar er rætt við 12 stúlkur og suma af aðstandendum þeirra, gerandann og fleiri aðila. Umfjöllunin í Stundinni er sláandi enda greina þar þolendur frá miklu markaleysi geranda og brotum hans en að auki hvernig þær voru dæmdar af samfélaginu. Foreldrar lýsa þeirri þögn sem mætti þeim innan samfélagsins, stórfelldum ágöllum kerfisins í kæruferli en kærum á hendur manninum var ítrekað vísað frá. Gerandinn sjálfur greinir svo frá því að hann hafi nú verið edrú í rúmlega ár og að markalausa hegðun hans megi rekja til áfengisneyslu. Því miður hljóma frásagnir kvennanna kunnuglega því samfélagið hefur lengi verið gegnsýrt af kynferðislegu ofbeldi og það er löngu mál að linni. Ef það á að ganga eftir verður að uppræta alla gerendameðvirkni, eins og leynir sér ekki í málinu á Sauðárkrók, og rjúfa það hegðunarmynstur sem veldur öllum þessum sársauka. Það er ömurlegt að hugsa til þess að íþróttafélag á borð Tindastól hafi átt stóran þátt í að hlífa gerandanum við því að taka ábyrgð á gjörðum sínum og breyta hegðun sinni til betri vegar. Þar liggur mikil skömm. Öflug íþróttafélög mynda oft ákveðinn kjarna innan síns nærsamfélags og það gildir ekki einvörðungu um félög á landsbyggðinni heldur ekkert síður í hverfisfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eðli málsins samkvæmt eru iðkendur ungir að árum og þau yngri horfa til þeirra sem eldri eru sem fyrirmynda. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að þær fyrirmyndir hagi sér með ásættanlegum hætti og séu ekki öðrum til skaða. Undan þessu verður ekki hlaupist eins og var greinilega gert á Sauðárkróki. Það er dapurlegt að hugsa til þess hversu mörgum konum hefði mátt forða undan kynferðislegu ofbeldi ef tekið hefði verið á máli gerandans á Sauðárkróki af festu og ábyrgð. Höfum í huga að Tindastóll er langt frá því eina félagið sem hefur brugðist konum í sínu nærsamfélagi. Gerendameðvirkni er allt of víða til staðar í íslensku samfélagi og það er í raun útilokað að átta sig á hversu geigvænlegum skaða hún er að valda á hverjum degi. Hversu miklu hefði ekki mátt bjarga með því að standa með fyrsta þolandanum á Sauðarárkróki, kalla gerandann til ábyrgðar og gera honum grein fyrir aðfleiðingum gjörða sinna vitum við ekki. Slík mál verða að hætta að endurtaka sig því þetta samfélag er þorp þar sem við berum ábyrgð hvert á öðru.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun