Sigmundur segir verðandi þjóðarsjúkrahús frægast af mygluhúsum Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 10:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00
Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11