Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2018 16:45 Jared Kushner hefur haft aðgang að leyniþjónustuupplýsingum þrátt fyrir að hafa ekki fengið umsókn sína um varanlega öryggisheimild samþykkta um margra mánaða skeið. Vísir/AFP Ekki liggur fyrir hvort að dóttir og tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi misst öryggisheimildir sínar sem veita þeim aðgang að ríkisleyndarmálum. Starfsmannastjóri Hvíta hússins breytti reglum um aðganginn fyrir helgi en Hvíta húsið vill ekki segja hvort að heimildir þeirra hafi verið afturkallaðar. Bæði Ivanka Trump og Jared Kushner, eiginmaður hennar, hafa verið með tímabundna öryggisheimild til að starfa fyrir ríkisstjórn Trump. Tafist hefur að samþykkja varanlegar heimildir fyrir þau vegna áhyggna alríkislögreglunnar FBI um atriði sem hafa komið fram við bakgrunnsrannsóknir á þeim. Tugir starfsmanna Hvíta hússins eru sagðir í sömu stöðu. John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, ákvað fyrr í þessum mánuði að breyta reglum um öryggisheimildir þannig að tímabundnar heimildir yrðu ekki lengur veittar til þeirra sem hafa ekki fengið umsóknir sínar afgreiddar frá því í júní í fyrra. Kelly tók þá ákvörðun eftir hneykslismál sem varðaði Rob Porter, náinn bandamann hans í Hvíta húsins. Í ljós kom að Porter hafði starfað með tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið þrátt fyrir að FBI hefði látið Hvíta húsið vita af ásökunum um að hann hefði beitt tvær fyrrverandi eiginkonur sínar ofbeldi.Þurfti ítrekað að uppfæra umsóknina Nýjar og strangari reglur Kelly áttu að taka gildi á föstudag. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, veik sér hins vegar undan því að svara hvort að Kushner eða nokkur annar hefði misst öryggisheimild sína þegar fréttamenn gengu á hana í gær.New York Times sagði frá því í síðustu viku að Kushner hefði barist gegn því að missa öryggisheimild sína. Trump forseti hefur falið honum fjölda starfa fyrir ríkisstjórnina, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum. Kushner starfar launalaust fyrir Hvíta húsið sem ráðgjafi fyrir tengdaföður sinn. Öryggisheimildin hefur veitt Kushner aðgang að trúnaðarupplýsingum, þar á meðal leyniþjónustuupplýsingum sem Trump forseti fær daglega. Blaðið segir þó ekki ljóst hvers vegna Kushner þurfi aðgang að upplýsingum sem þessum í störfum sínum. Hann nýti sér aðganginn reglulega.John Kelly er ekki sagður aðdáandi dóttur og tengdasonar Trump forseta.Vísir/AFPSteinninn í götu varanlegrar öryggisheimildar Kushner er meðal annars að hann þurfti ítrekað að uppfæra umsókn sína vegna þess að hann hafði ekki greint að fullu frá fundum sínum með aðilum sem tengjast Rússlandi. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefur einnig áhuga á fundi sem Kushner sat með mági sínum Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með Rússum í júní 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Fer í mismunandi hlutverk sín eftir hvað hentar henniTogstreita er sögð ríkja á milli hjónanna Kushner og Ivönku annars vegar og Kelly hins vegar. Þau hafi gagnrýnt Kelly við Trump forseta. Þá þyki Kelly ekki mikið til þeirra tveggja koma. Ferð Ivönku á vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu þar sem hún greindi þarlendum ráðamönnum meðal annars frá áformum föður síns um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu er sögð hafa vakið litla lukku hjá Kelly og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu, að sögn CNN. Óljós mörk á milli ólíkra hlutverka Ivönku Trump sem ráðgjafa forsetans annars vegar og dóttur hans hins vegar er sögð hafa farið í taugar Kelly lengi. Hún leiki tveimur skjöldum. Þegar það henti henni beri hún fyrir sig hlutverk sitt sem ráðgjafa forsetans. Þegar það henti henni ekki vísi hún til þess að hún sé dóttir forsetans. Trump forseti sagði fyrir helgi að hann myndi eftirláta Kelly að ákveða hvað yrði um öryggisheimild Kushner. CNN segir hins vegar að ljóst hafi verið á orðum Trump að hann vætni þess að Kelly að hann staðfesti aðgang tengdasonar síns að trúnaðarupplýsingum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar. 14. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort að dóttir og tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi misst öryggisheimildir sínar sem veita þeim aðgang að ríkisleyndarmálum. Starfsmannastjóri Hvíta hússins breytti reglum um aðganginn fyrir helgi en Hvíta húsið vill ekki segja hvort að heimildir þeirra hafi verið afturkallaðar. Bæði Ivanka Trump og Jared Kushner, eiginmaður hennar, hafa verið með tímabundna öryggisheimild til að starfa fyrir ríkisstjórn Trump. Tafist hefur að samþykkja varanlegar heimildir fyrir þau vegna áhyggna alríkislögreglunnar FBI um atriði sem hafa komið fram við bakgrunnsrannsóknir á þeim. Tugir starfsmanna Hvíta hússins eru sagðir í sömu stöðu. John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, ákvað fyrr í þessum mánuði að breyta reglum um öryggisheimildir þannig að tímabundnar heimildir yrðu ekki lengur veittar til þeirra sem hafa ekki fengið umsóknir sínar afgreiddar frá því í júní í fyrra. Kelly tók þá ákvörðun eftir hneykslismál sem varðaði Rob Porter, náinn bandamann hans í Hvíta húsins. Í ljós kom að Porter hafði starfað með tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið þrátt fyrir að FBI hefði látið Hvíta húsið vita af ásökunum um að hann hefði beitt tvær fyrrverandi eiginkonur sínar ofbeldi.Þurfti ítrekað að uppfæra umsóknina Nýjar og strangari reglur Kelly áttu að taka gildi á föstudag. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, veik sér hins vegar undan því að svara hvort að Kushner eða nokkur annar hefði misst öryggisheimild sína þegar fréttamenn gengu á hana í gær.New York Times sagði frá því í síðustu viku að Kushner hefði barist gegn því að missa öryggisheimild sína. Trump forseti hefur falið honum fjölda starfa fyrir ríkisstjórnina, þar á meðal að koma á friði í Miðausturlöndum. Kushner starfar launalaust fyrir Hvíta húsið sem ráðgjafi fyrir tengdaföður sinn. Öryggisheimildin hefur veitt Kushner aðgang að trúnaðarupplýsingum, þar á meðal leyniþjónustuupplýsingum sem Trump forseti fær daglega. Blaðið segir þó ekki ljóst hvers vegna Kushner þurfi aðgang að upplýsingum sem þessum í störfum sínum. Hann nýti sér aðganginn reglulega.John Kelly er ekki sagður aðdáandi dóttur og tengdasonar Trump forseta.Vísir/AFPSteinninn í götu varanlegrar öryggisheimildar Kushner er meðal annars að hann þurfti ítrekað að uppfæra umsókn sína vegna þess að hann hafði ekki greint að fullu frá fundum sínum með aðilum sem tengjast Rússlandi. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefur einnig áhuga á fundi sem Kushner sat með mági sínum Donald Trump yngri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, með Rússum í júní 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Fer í mismunandi hlutverk sín eftir hvað hentar henniTogstreita er sögð ríkja á milli hjónanna Kushner og Ivönku annars vegar og Kelly hins vegar. Þau hafi gagnrýnt Kelly við Trump forseta. Þá þyki Kelly ekki mikið til þeirra tveggja koma. Ferð Ivönku á vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu þar sem hún greindi þarlendum ráðamönnum meðal annars frá áformum föður síns um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu er sögð hafa vakið litla lukku hjá Kelly og fleiri embættismönnum í Hvíta húsinu, að sögn CNN. Óljós mörk á milli ólíkra hlutverka Ivönku Trump sem ráðgjafa forsetans annars vegar og dóttur hans hins vegar er sögð hafa farið í taugar Kelly lengi. Hún leiki tveimur skjöldum. Þegar það henti henni beri hún fyrir sig hlutverk sitt sem ráðgjafa forsetans. Þegar það henti henni ekki vísi hún til þess að hún sé dóttir forsetans. Trump forseti sagði fyrir helgi að hann myndi eftirláta Kelly að ákveða hvað yrði um öryggisheimild Kushner. CNN segir hins vegar að ljóst hafi verið á orðum Trump að hann vætni þess að Kelly að hann staðfesti aðgang tengdasonar síns að trúnaðarupplýsingum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar. 14. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar. 14. febrúar 2018 12:07