Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að íslensk hús eigi að geta staðist „þessi svakalegu rok“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 18:45 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“ Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“
Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50