Segir umræðu um endurgreiðslur til þingmanna að mörgu leyti á villigötum Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. febrúar 2018 20:30 Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29