Segir umræðu um endurgreiðslur til þingmanna að mörgu leyti á villigötum Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. febrúar 2018 20:30 Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent