Kraftaverk Magnús Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eddan Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00 Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04 Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Til hamingju, Edduverðlaunahafar. Vel gert og takk fyrir ykkar framlag því það er gaman að horfa á góða bíómynd eða sjónvarpsefni. Sitja með fjölskyldunni heima í sófa eða í myrkvuðum salnum og láta segja sér góða sögu. Sögur og ævintýri frá fjarlægum löndum jafnt sem úr okkar grámyglulega hversdagsleika. Sögur sem skipta máli vegna þess að þær fá okkur til að hlæja og gráta og hugsa um það sem skiptir máli og gefur lífinu gildi. Þegar vel tekst til við listaverk á borð við góða kvikmynd getur hún jafnvel gert okkur að betri manneskjum. Slíkt er auðvitað dálítið kraftaverk sem er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir. Slík kraftaverk eru hvorki sjálfsprottin né þrautalaus enda koma fjölmargir að því að búa til kvikmynd. Koma að því að segja sögu í þessum skemmtilega miðli og í þessu er allt það besta í íslenska kvikmyndavorinu fólgið: Hæfileikum, fagmennsku og góðri sögu. Sagan sem býr í handritinu er kjarninn sem unnið er út frá og snilld leikstjórans er oft fólgin í að raða saman rétta fólkinu til þess að segja þessa sögu. Það er því full ástæða til þess að taka undir kröfu Margrétar Örnólfsdóttur, formanns Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH), um að fulltrúi félagsins fái sæti í Kvikmyndaráði. Tilefnið er frumvarpsdrög að breytingum á kvikmyndalögum en ráðið hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur um stefnu og markmið á sviði kvikmyndalistar. Handritshöfundar leggja einnig til að setutímabil ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verði stytt en dæmi eru um að þeir hafi setið í meira en áratug, eins og reyndar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar. Þó að reynsla geti verið af hinu góða þá er þarna augljós hætta á einsleitni, ekki síst sökum þess hversu margir eru um lítið í þessum geira, og því bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á sem allra fyrst. Einsleitni í íslenskri kvikmyndagerð hefur í gegnum tíðina ekki síst birst í gríðarlegri kynjamismunun, þar sem konur hafa einungis leikstýrt 6% af íslenskum kvikmyndum frá árinu 2010 en eru þó ríflega helmingur þjóðarinnar. Á tíunda áratugnum var hlutfallið 21% þannig að svo virðist sem við stöndum frammi fyrir einhvers konar öfugþróun í þessum efnum. Laufey var í viðtali í þættinum Morgunvaktinni fyrir skömmu og setti fram ágætar hugmyndir um markvissa aðgerðaáætlun til þess að bæta hlut kvenna í kvikmyndum. En það er öllu verra að hún skyldi staðhæfa að færri vilji sjá kvikmyndir eftir konur og að það sé erfiðara að markaðssetja verk þeirra. Hlutur kvenna í íslenskri kvikmyndagerð hefur reyndar verið svo rýr svo lengi að það er vart hægt að fullyrða slíkt og svo eru auðvitað til dæmi um hið gagnstæða. Að auki þá er ekki endilega vænlegt fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands að eltast við vinsældir því listræn gæði og góðar sögur eru það sem á eftir að fleyta íslenskri kvikmyndagerð fram á við þegar konur fá að búa til lítil kraftaverk til jafns við karla.
Handritshöfundar vilja fulltrúa í Kvikmyndaráð Handritshöfundar gera fjölmargar athugasemdir við frumvarp um breytingu á kvikmyndalögum. Formaður félags þeirra segir þá vilja aðkomu að sjóðnum og að hlutverk ráðgjafa verði skýrt. Hægt sé að framleiða mun meira en nú er gert. 26. febrúar 2018 07:00
Fangar og Undir trénu með flest verðlaun Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hlaut tíu verðlaun og kvikmyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. 25. febrúar 2018 23:04
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun