Þúsundir utan kjörskrárinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar. Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. Kjördagar verða 5. og 6. mars næstkomandi og kosið verður á skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni 1 frá klukkan 9 til 16. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer fram á sama stað. Að sögn Magnúsar M. Norðdahl, formanns kjörstjórnar, geta ýmsar skýringar verið á því að mun færri eru á kjörskrá en greitt hafa félagsgjöld. Sú helsta er að greiðendur iðgjalda hafi ekki gengið formlega í félagið, en hluti þeirra gæti hafa hætt að vinna á starfssviði félagsins eða á starfssvæði þess á undanförnum mánuðum án þess að segja sig úr félaginu. Þeir sem uppfylla skilyrði til að gerast fullgildir félagsmenn í Eflingu þurfa að fylla út sérstaka inntökubeiðni og undirrita með eigin hendi og afhenda á skrifstofu félagsins til að geta tekið þátt í stjórnarkjörinu. Ekki eru slíkar kröfur gerðar í öllum stéttarfélögum. Í VR teljast menn til dæmis til fullgildra félagsmanna eftir að hafa greitt iðgjöld í þrjá mánuði. „Það verða inntökubeiðnir í bunkavís á kjörstað og ef menn eru ekki fullgildir þegar þeir koma á kjörstað þá bara fylla menn út slíka beiðni og atkvæði þeirra svo sett í umslag og í kassa fyrir utankjörfundaratkvæði,“ segir Magnús Norðdahl, formaður kjörstjórnar, og bætir við: „Það verður engum neitað um að kjósa sem á rétt á því.“ Kjaramál Tengdar fréttir Efling þverneitar að afhenda B-framboði upplýsingar um félagsmenn Sigurður Bessason segir um trúnaðarupplýsingar sé að ræða þrátt fyrir álit Persónuverndar. 26. febrúar 2018 15:21 Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-framboðinu eiga ekki uppá pallborðið hjá núverandi stjórn Eflingar. 20. febrúar 2018 16:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu. Kjördagar verða 5. og 6. mars næstkomandi og kosið verður á skrifstofu félagsins í Guðrúnartúni 1 frá klukkan 9 til 16. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer fram á sama stað. Að sögn Magnúsar M. Norðdahl, formanns kjörstjórnar, geta ýmsar skýringar verið á því að mun færri eru á kjörskrá en greitt hafa félagsgjöld. Sú helsta er að greiðendur iðgjalda hafi ekki gengið formlega í félagið, en hluti þeirra gæti hafa hætt að vinna á starfssviði félagsins eða á starfssvæði þess á undanförnum mánuðum án þess að segja sig úr félaginu. Þeir sem uppfylla skilyrði til að gerast fullgildir félagsmenn í Eflingu þurfa að fylla út sérstaka inntökubeiðni og undirrita með eigin hendi og afhenda á skrifstofu félagsins til að geta tekið þátt í stjórnarkjörinu. Ekki eru slíkar kröfur gerðar í öllum stéttarfélögum. Í VR teljast menn til dæmis til fullgildra félagsmanna eftir að hafa greitt iðgjöld í þrjá mánuði. „Það verða inntökubeiðnir í bunkavís á kjörstað og ef menn eru ekki fullgildir þegar þeir koma á kjörstað þá bara fylla menn út slíka beiðni og atkvæði þeirra svo sett í umslag og í kassa fyrir utankjörfundaratkvæði,“ segir Magnús Norðdahl, formaður kjörstjórnar, og bætir við: „Það verður engum neitað um að kjósa sem á rétt á því.“
Kjaramál Tengdar fréttir Efling þverneitar að afhenda B-framboði upplýsingar um félagsmenn Sigurður Bessason segir um trúnaðarupplýsingar sé að ræða þrátt fyrir álit Persónuverndar. 26. febrúar 2018 15:21 Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-framboðinu eiga ekki uppá pallborðið hjá núverandi stjórn Eflingar. 20. febrúar 2018 16:23 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Efling þverneitar að afhenda B-framboði upplýsingar um félagsmenn Sigurður Bessason segir um trúnaðarupplýsingar sé að ræða þrátt fyrir álit Persónuverndar. 26. febrúar 2018 15:21
Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í B-framboðinu eiga ekki uppá pallborðið hjá núverandi stjórn Eflingar. 20. febrúar 2018 16:23