Juventus keppir til úrslita í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta eftir sigur á Atalanta í seinni leiki liðanna í undanúrslitunum.
Juventus vann fyrri leikinn 1-0 og var því í ágætri stöðu fyrir leikinn í kvöld, með útivallarmark á bakinu. Það þurfti þó ekki að grípa til þess ráðs því ríkjandi meistarar Juventus unnu þennan leik líka 1-0 og samtals einvígið því 2-0.
Miralem Pjanic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 75. mínútu. Leikurinn var frekar bragðdaufur og fóru aðeins fjögur skot á markrammann í leiknum, þrjú þeirra frá leikmönnum Juventus.
Óvíst er hverjum Juventus mætir í úrslitunum en Lazio og AC Milan mætast í seinni undanúrslitaviðureigninni í kvöld. Fyrri leikur þeirra fór 0-0. Juventus og Lazio mættust í úrslitum keppninnar á síðasta ári og fóru þeir svarthvítu með 2-0 sigur.
Juventus í bikarúrslitin
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn