Upp, upp mín sál og allt mitt streð Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun