Tveir til þrír sinna 50 málum á bakvöktum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri en málafjöldinn er mikill. Fréttablaðið/Auðunn Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira