Jóhann Jóhannsson látinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2018 17:23 Jóhann Jóhannsson er látinn, 48 ára að aldri. Vísir/Getty Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Jóhanns. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær að því erRÚV hefur eftir umboðsmanni hans, Tim Huson.Jóhann hefur á undanförnum árum skapað sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára. Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammyverðlauna fyrir tónlistina.Árið 2015 var hann einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival.Jóhann var á árum áður virkur í hljómsveitarlífinu á Ísland í hljómsveitunum Ham og Apparat Organ Quartet en var líklegast best þekktur fyrir kvikmyndatónlist sína. „Við erum mjög sorgmædd vegna ótímabærs andláts umbjóðanda okkar og vinar, Jóhanns Jóhannssonar en hans miklu hæfileikar, hógværð og góðmennska auðgaði líf okkar ómælanlega. Tónlist hans var innblástur fjölda nýrra kvikmyndagerðarmanna og tónskálda. Hans verður sárt saknað af Gorfaine/Schwartz fjölskyldunni sem og samfélagi kvikmyndatónskálda,“ segir í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu Jóhanns, Gorfaine/Schwartz Agency.Dánarorsök er ókunn. Jóhann var ókvæntur en lætur eftir sig dóttur. Andlát Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Jóhanns. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær að því erRÚV hefur eftir umboðsmanni hans, Tim Huson.Jóhann hefur á undanförnum árum skapað sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára. Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammyverðlauna fyrir tónlistina.Árið 2015 var hann einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival.Jóhann var á árum áður virkur í hljómsveitarlífinu á Ísland í hljómsveitunum Ham og Apparat Organ Quartet en var líklegast best þekktur fyrir kvikmyndatónlist sína. „Við erum mjög sorgmædd vegna ótímabærs andláts umbjóðanda okkar og vinar, Jóhanns Jóhannssonar en hans miklu hæfileikar, hógværð og góðmennska auðgaði líf okkar ómælanlega. Tónlist hans var innblástur fjölda nýrra kvikmyndagerðarmanna og tónskálda. Hans verður sárt saknað af Gorfaine/Schwartz fjölskyldunni sem og samfélagi kvikmyndatónskálda,“ segir í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu Jóhanns, Gorfaine/Schwartz Agency.Dánarorsök er ókunn. Jóhann var ókvæntur en lætur eftir sig dóttur.
Andlát Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira