„Veturinn á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 11. febrúar 2018 21:13 Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í tvö ár. Rebekka Guðleifsdóttir „Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða. Veður Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira
„Veturinn hérna á Ísafirði getur verið yfirþyrmandi og því er nauðsynlegt að hafa húmor fyrir hlutunum,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Rebekka Guðleifsdóttir en mynd sem hún tók af sér að hengja upp þvott í dag hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Á sjöundra hundrað manns hafa deilt myndinni þegar þetta er skrifað og nær athyglin langt fyrir utan landsteinana. Rebekka segir að það hafi komið henni verulega á óvart hvað myndin fær mikla athygli. „Mér að óvörum er þessi mynd að vekja fáránlega mikla athygli. Ég hef áður birt myndir af mér þar sem ég er berfætt eða léttklædd í snjó og vaðandi út í vötn um miðjan vetur sem aldrei hafa vakið athygli í líkingu við þetta.“ Segir hún að það sé ekki auðvelt að ná á mynd hvað snjórinn er mikill á Ísafirði þessa dagana. „Þessi mynd var fyrst og fremst gerð í gríni. Það er erfitt að ná á mynd hvað snjórinn hérna er yfirþyrmandi mikill í augnablikinu og því datt mér í hug að stilla upp þeirri súrrealísku senu að vera að reyna að hengja upp þvott þegar þvottasnúran er næstum komin á kaf,“ segir hún. Hún þurfti að moka slóð út að snúrunni en snjórinn var 1,6 metri á hæð. „Ég er sjálf 1,74 svo ég er ekki lítil. Snjórinn náði mér upp á axlir og ég mokaði alveg niður á gras,“ segir hún. Stærðarinnar skafli sé til hliðar við rammann sem myndin sýnir, snjórinn sem þurfti að moka til að komast út að snúrunni. Myndin er tekin á heimili hennar á Ísafirði þar sem hún hefur búið í um það bil tvö ár. „Ég er Hafnfirðingur og hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Rebekka. Svona leit garðurinn út áður en Rebekka lét til skarar skríða.
Veður Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira