Laun leiðsögumanna og bílstjóra íþyngja varla ferðaþjónustunni Kári Jónasson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun