Innlent

Þrír í gæsluvarðhaldi eftir kókaínsmygl

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í viku.
Mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í viku. Vísir/eyþór
Tollgæsla lagði hald á eitt kíló af kókaíni eftir að efnið fannst við eftirlit föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Í framhaldinu voru þrír menn handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið.

Mennirnir þrír sem um ræðir eru íslenskir ríkisborgarar. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúma viku, eða allt frá því helgina eftir að efnið fannst. Þeir munu sitja áfram í gæsluvarðhaldi í eina viku til viðbótar. Lögregla vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið eða um hvernig efnið var flutt inn. Málið sé nú í rannsókn.

Samkvæmt mælingum SÁÁ er götuverð á grammi af kókaíni um sextán þúsund krónur. Má því reikna með að heildarvirði hins innflutta kókaíns, sem lagt var hald á, væri um sextán milljónir króna ef efninu væri komið í verð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×