Strandaglópar í Leifsstöð fengu súkkulaði og vatn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 11:30 Það er iðulega mikil mannmergð á Keflavíkurflugvelli hverju sinni. Vísir/GVA Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“ Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira
Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“
Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33
Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32