Strandaglópar í Leifsstöð fengu súkkulaði og vatn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 11:30 Það er iðulega mikil mannmergð á Keflavíkurflugvelli hverju sinni. Vísir/GVA Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“ Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Fjölmargir ferðalangar urðu strandaglópar í Leifsstöð í gær þegar lokað var fyrir umferð á Reykjanesbraut milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Mikil truflun var á flugi í gær vegna veðurs en gert er ráð fyrir að flug veðri samkvæmt áætlun í dag. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að á tímabili hafi verið alveg ófært frá flugstöðinni og inn í Keflavík og reykjanesbæ. Hann segir ómögulegt að giska á hversu mikill fjöldi fólks varð strand í stöðinni. „Starfsfólk Isavia í flugstöðinni reyndi eftir fremsta megni að gera þessa dvöl ferðafólksins eins þægilega og hægt var. Við vorum að dreifa súkkulaði og vatni einhvern hluta tímans,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir að fólk hafi einnig fengið aðstoð við að útvega gistingu og bílaleigubíla svo fólk kæmist leiðar sinnar um leið og opnað væri fyrir umferð. „Svo aðstoðuðum við líka fólk við að setja upp upplýsingaapp evagerðarinnar og komast inn á síður svo fólk gæti sjálft fylgst með upplýsingum um stöðuna.“ #wheninkef A post shared by Sveinbjörn Thorarensen (@hermigervill) on Feb 11, 2018 at 6:48pm PST Þúsundir urðu fyrir röskun Tugir fluga féllu niður í gær vegna veðurs og urðu um það bil fimm þúsund manns fyrir röskun vegna fluga Icelandair. „Við erum enn að glíma við það verkefni að koma öllum sem strönduðu vegna veðursins í gær til síns áfangastaðar. Það gengur ágætlega að koma fólki í flug og við setjum upp aukaflug í dag til þess,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Hann segir að flug hafi verið samkvæmt áætlun í morgun og að allt líti út fyrir að áætlun haldist í dag. Hann segir ekki hægt að alhæfa um hvernig tekið var á málum farþega í gær vegna þess að tekið sé á hverju og einu máli „Sumir vilja hætta við, aðrir vilja komast með öðrum leiðum eða gera breytingar á sínum ferðalögum. Þetta er svona klassískt ástand eftir fárviðri.“ Hann segir þó að fólk hafi almennt verið skilningsríkt. „Það má nú alveg segja þegar um er að ræða veður þá skilja það náttúrulega allir að þá bregður út af en það líka gerist oft þegar svona á sér stað að þetta veldur röskun hjá mjög mörgum í einu þá þyrstir alla í upplýsingar sem er erfitt að bregðast við. Það má vel vera að einhverjir hafi þurft að bíða eftir upplýsingum.“ Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, tekur í sama streng og Guðjón og segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma leiðakerfinu í lag. „Langflestar vélar fóru á tíma til Evrópu í morgun og það er áætlað að allt fari á tíma í eftirmiðdaginn til Norður-Ameríku. Við þurfum því miður að aflýsa flugi til Chicago seinni partinn í dag en við lentum í því óhappi að keyrt var á eina af vélum okkar á Chicago flugvelli í gær en um smávægilegt tjón er að ræða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Varðandi farþega sem lentu í óveðrinu í gær þá er verið að vinna að því að koma öllum á leiðarenda eins fljótt og hægt er. Öll flug okkar í dag og á morgun eru full.“
Fréttir af flugi Veður Tengdar fréttir Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33
Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. 11. febrúar 2018 14:32