Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2018 11:39 Vinstri grænir eru í lykilstöðu í borginni sem þýðir einfaldlega að ef Dagur og Eyþór vilja sýna pólitísk hyggindi, þurfa þeir að hafa Líf góða. „Jájá, ég er nokkuð sátt. En, könnunin er gerð í janúar, nú er febrúar og nóg eftir. Við eigum eftir að velja fólk á lista og fara í málefnavinnu. Við getum gert betur,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni og forseti borgarstjórnar. Skoðanakönnun sem Viðskiptablaðið birti fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli. Núverandi meirihluti í Reykjavík heldur þrátt fyrir að tapa nokkru af fylginu. Björt framtíð nánast þurrkast út með 2,4 prósent miðað 15,6 í kosningum, Samfylking dalar nokkuð, fer úr 32 prósentum í tæp 26 prósent en Píratar bæta verulega við sig, hrökkva úr 6 í rúmlega 13 prósent og VG, sem fékk rúm 8 prósent í kosningum mælast nú með rúm 13. Sjálfstæðisflokkurinn mælist hins vegar með 30 prósent.Yfirlýsingagleði forseta borgarstjórnarEf niðurstaða kosninga verður eitthvað á þessa leið þýðir það einfaldlega að VG og Líf eru í lykilstöðu í borginni líkt og flokkurinn var í landsmálunum eftir síðustu alþingiskosningar. Þeir Dagur B. Eggertsson foringi Samfylkingarmanna og Eyþór Arnalds sem fer fyrir Sjálfstæðisflokknum, hljóta því að renna til hennar hýru auga.Líf sá ekki fyrir að Vinstri grænir færu í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki.Líf var ein þeirra sem lét í ljós þá skoðun í tengslum við alþingiskosningar að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri nánast útilokað. „Gefum íhaldinu frí, langt frí,“ skrifaði Líf en þurfti síðar að bíta í tungu sína með það, þegar Katrín Jakobsdóttir formaður VG kom mörgum á óvart með því að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. „Atburðir síðustu daga og vikna hafa sýnt mér að ég var greinilega full yfirlýsingaglöð,“ skrifaði Líf seinna í pistli á Facebook-síðu sína.Vill halda áfram að vinna með DegiFyrir liggur að fjölmargir vinstri menn telja/töldu að með því að greiða VG atkvæði sitt séu þeir þar með að kjósa eins langt frá Sjálfstæðisflokknum og hugsast getur. Þó sú hafi ekki verið niðurstaðan eftir síðustu alþingiskosningar, þvert á móti. Er eitthvað því til fyrirstöðu að Líf gangi til samstarfs við Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkinn í borginni? Þúsund dollara spurningin þessi: Útilokar þú samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar? „Við erum fjölskipað stjórnvald. Sveitastjórnir búa ekki við sama fyrirkomulag og er á Alþingi. Fólk verður að taka það með inn í myndina. Hér neyðast allir flokkar til að vinna saman þó svo að sumir flokkar myndi með sér bandalög eins og við gerðum á þessu kjörtímabili. Ég hef fullan hug á að halda þeirri vinnu sem var mörkuð á þessu kjörtímabili og bæta enn í áherslur vinstri grænna á næstunni. Auka áhrif VG á næsta kjörtímabili,“ segir Líf. Og þó ekki svari hún afdráttarlaust er ekki hægt að skilja hana öðru vísi en svo að hún vilji áfram starfa með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og formanni Samfylkingarinnar.Jafnvægiskenningin orðrómur Þó VG megi ágætlega við una í áðurnefndri skoðanakönnun VG miðað við niðurstöður í kosningum dalar flokkurinn milli kannana en í júní mældist flokkurinn með 20,8%.Frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Borgarstjórnarfundur. Dagur og Líf hlusta á núverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson.visir/ernirÞær kenningar hafa verið settar fram að kjósendur leiti jafnvægis. Sé hægri sinnuð ríkisstjórn finnist kjósendum ágætt að kjósa vinstri sinnaðan forseta. Og einnig í borginni; samkvæmt kenningunni virkaði þetta að betra væri fyrir borgarstjórnarflokk VG sé litið til komandi kosninga ef VG væri í stjórnarandstöðu. Líf hefur heyrt þessa kenningu. „Ég hef ekki séð nein gögn styðja þetta. Ég held að þetta sé orðrómur. Það væri mjög gott að hafa vinstri sinnaðan forsætisráðherra og vinstri sinnaðan borgarstjóra,“ segir Líf og vísar til samlegðaráhrifa. „Þar erum við hinn augljósi kostur fyrir kjósendur.“Ánægð með stöðunaAlmennt metur Líf stöðuna góða að teknu tilliti til títtnefndrar könnunar. „Við erum að bæta okkur mikið frá kosningum 2014. Við eigum eftir að heyja góða kosningabaráttu þar sem við eigum nóg inni, það er það sem ég vona þar sem ég held að borgarbúar geti komið með okkur í lið varðandi stefnumál, hvert við stefnum í Reykjavík?“ Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Jájá, ég er nokkuð sátt. En, könnunin er gerð í janúar, nú er febrúar og nóg eftir. Við eigum eftir að velja fólk á lista og fara í málefnavinnu. Við getum gert betur,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borginni og forseti borgarstjórnar. Skoðanakönnun sem Viðskiptablaðið birti fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli. Núverandi meirihluti í Reykjavík heldur þrátt fyrir að tapa nokkru af fylginu. Björt framtíð nánast þurrkast út með 2,4 prósent miðað 15,6 í kosningum, Samfylking dalar nokkuð, fer úr 32 prósentum í tæp 26 prósent en Píratar bæta verulega við sig, hrökkva úr 6 í rúmlega 13 prósent og VG, sem fékk rúm 8 prósent í kosningum mælast nú með rúm 13. Sjálfstæðisflokkurinn mælist hins vegar með 30 prósent.Yfirlýsingagleði forseta borgarstjórnarEf niðurstaða kosninga verður eitthvað á þessa leið þýðir það einfaldlega að VG og Líf eru í lykilstöðu í borginni líkt og flokkurinn var í landsmálunum eftir síðustu alþingiskosningar. Þeir Dagur B. Eggertsson foringi Samfylkingarmanna og Eyþór Arnalds sem fer fyrir Sjálfstæðisflokknum, hljóta því að renna til hennar hýru auga.Líf sá ekki fyrir að Vinstri grænir færu í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki.Líf var ein þeirra sem lét í ljós þá skoðun í tengslum við alþingiskosningar að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri nánast útilokað. „Gefum íhaldinu frí, langt frí,“ skrifaði Líf en þurfti síðar að bíta í tungu sína með það, þegar Katrín Jakobsdóttir formaður VG kom mörgum á óvart með því að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. „Atburðir síðustu daga og vikna hafa sýnt mér að ég var greinilega full yfirlýsingaglöð,“ skrifaði Líf seinna í pistli á Facebook-síðu sína.Vill halda áfram að vinna með DegiFyrir liggur að fjölmargir vinstri menn telja/töldu að með því að greiða VG atkvæði sitt séu þeir þar með að kjósa eins langt frá Sjálfstæðisflokknum og hugsast getur. Þó sú hafi ekki verið niðurstaðan eftir síðustu alþingiskosningar, þvert á móti. Er eitthvað því til fyrirstöðu að Líf gangi til samstarfs við Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkinn í borginni? Þúsund dollara spurningin þessi: Útilokar þú samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar? „Við erum fjölskipað stjórnvald. Sveitastjórnir búa ekki við sama fyrirkomulag og er á Alþingi. Fólk verður að taka það með inn í myndina. Hér neyðast allir flokkar til að vinna saman þó svo að sumir flokkar myndi með sér bandalög eins og við gerðum á þessu kjörtímabili. Ég hef fullan hug á að halda þeirri vinnu sem var mörkuð á þessu kjörtímabili og bæta enn í áherslur vinstri grænna á næstunni. Auka áhrif VG á næsta kjörtímabili,“ segir Líf. Og þó ekki svari hún afdráttarlaust er ekki hægt að skilja hana öðru vísi en svo að hún vilji áfram starfa með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og formanni Samfylkingarinnar.Jafnvægiskenningin orðrómur Þó VG megi ágætlega við una í áðurnefndri skoðanakönnun VG miðað við niðurstöður í kosningum dalar flokkurinn milli kannana en í júní mældist flokkurinn með 20,8%.Frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Borgarstjórnarfundur. Dagur og Líf hlusta á núverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson.visir/ernirÞær kenningar hafa verið settar fram að kjósendur leiti jafnvægis. Sé hægri sinnuð ríkisstjórn finnist kjósendum ágætt að kjósa vinstri sinnaðan forseta. Og einnig í borginni; samkvæmt kenningunni virkaði þetta að betra væri fyrir borgarstjórnarflokk VG sé litið til komandi kosninga ef VG væri í stjórnarandstöðu. Líf hefur heyrt þessa kenningu. „Ég hef ekki séð nein gögn styðja þetta. Ég held að þetta sé orðrómur. Það væri mjög gott að hafa vinstri sinnaðan forsætisráðherra og vinstri sinnaðan borgarstjóra,“ segir Líf og vísar til samlegðaráhrifa. „Þar erum við hinn augljósi kostur fyrir kjósendur.“Ánægð með stöðunaAlmennt metur Líf stöðuna góða að teknu tilliti til títtnefndrar könnunar. „Við erum að bæta okkur mikið frá kosningum 2014. Við eigum eftir að heyja góða kosningabaráttu þar sem við eigum nóg inni, það er það sem ég vona þar sem ég held að borgarbúar geti komið með okkur í lið varðandi stefnumál, hvert við stefnum í Reykjavík?“
Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47