Fjölmenning á Íslandi - 2 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:28 Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar