„Tíu hlutir sem íslensku crossfit stjörnurnar kenna okkur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 08:30 Annie Mist Þórisdóttir var fyrsti Íslendingurinn til þess að skara fram úr í crossfit. Mynd/Instagram-síða Annie Mistar Íslensku crossfit stjörnurnar eru til umfjöllunar í grein á heimasíðu orkudrykkjaframleiðandans Red Bull þar sem reynt er að komast að leyndarmáli Íslendinga að velgengni í greininni. Rætt var við John Singleton, fyrrum crossfit stjörnu sem hefur meðal annars þjálfað bæði Söru Sigmundsdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson. „Íslendingar kunna að takast á við mótlæti því Ísland er svo kalt og breytilegt. Þú þarft mikinn styrk til þess að fara á fætur og út að æfa þegar það er myrkur, blautt og vindasamt,“ sagði Singleton.Björgvin Karl Guðmundsson.Mynd/Instagram/Björgvin Karl„Björgvin varð þriðji á Heimsleikunum árið 2015. Hann er ekki líkamlega bestur en hann ætlaði sér að ná árangri. Margir reyna æfingarnar sem þeim eru gefnar nokkrum sinnum og fara svo yfir í næstu æfingar. Ekki Björgvin, hann hélt sig við æfingarnar þar til hann var með allt á hreinu.“ Einn af þeim 10 hlutum sem Singleton telur upp sem heimurinn getur lært af Íslendingunum er að borða prótein. Hann segir viðmiðið fyrir afreksíþróttamann í crossfit vera 3-4 þúsund kaloríur á dag. „Skandinavískar konur eru stærri heldur en til dæmis suður-evrópskar konur. Þær eru með líkamlega eiginleika sem henta þeim betur. Ef þú villt geta keppt við þær þá þarf að passa að borða nóg og einbeita sér að stækka vöðvana, því það kemur sér vel í crossfit.“Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.Mynd/Instagram/sarasigmunds„Sara er með gífurlega líkamlega hæfileika. Hún elskar að æfa af krafti og oft voru æfingarnar sem ég taldi vera erfiðar ekkert mál fyrir hana svo hún fór á aðra æfingu strax á eftir,“ sagði Singleton. „Hún var enn lengra komin andlega. Hún var frábær í því að ná þeim markmiðum sem hún setti sér.“Greinina í heild sinni má lesa hér. CrossFit Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Íslensku crossfit stjörnurnar eru til umfjöllunar í grein á heimasíðu orkudrykkjaframleiðandans Red Bull þar sem reynt er að komast að leyndarmáli Íslendinga að velgengni í greininni. Rætt var við John Singleton, fyrrum crossfit stjörnu sem hefur meðal annars þjálfað bæði Söru Sigmundsdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson. „Íslendingar kunna að takast á við mótlæti því Ísland er svo kalt og breytilegt. Þú þarft mikinn styrk til þess að fara á fætur og út að æfa þegar það er myrkur, blautt og vindasamt,“ sagði Singleton.Björgvin Karl Guðmundsson.Mynd/Instagram/Björgvin Karl„Björgvin varð þriðji á Heimsleikunum árið 2015. Hann er ekki líkamlega bestur en hann ætlaði sér að ná árangri. Margir reyna æfingarnar sem þeim eru gefnar nokkrum sinnum og fara svo yfir í næstu æfingar. Ekki Björgvin, hann hélt sig við æfingarnar þar til hann var með allt á hreinu.“ Einn af þeim 10 hlutum sem Singleton telur upp sem heimurinn getur lært af Íslendingunum er að borða prótein. Hann segir viðmiðið fyrir afreksíþróttamann í crossfit vera 3-4 þúsund kaloríur á dag. „Skandinavískar konur eru stærri heldur en til dæmis suður-evrópskar konur. Þær eru með líkamlega eiginleika sem henta þeim betur. Ef þú villt geta keppt við þær þá þarf að passa að borða nóg og einbeita sér að stækka vöðvana, því það kemur sér vel í crossfit.“Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.Mynd/Instagram/sarasigmunds„Sara er með gífurlega líkamlega hæfileika. Hún elskar að æfa af krafti og oft voru æfingarnar sem ég taldi vera erfiðar ekkert mál fyrir hana svo hún fór á aðra æfingu strax á eftir,“ sagði Singleton. „Hún var enn lengra komin andlega. Hún var frábær í því að ná þeim markmiðum sem hún setti sér.“Greinina í heild sinni má lesa hér.
CrossFit Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira