Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:01 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson ætla sér borgarstjórastólinn. Vísir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39