Olís deild kvenna var í fullu fjöri í janúarmánuði og var lið mánaðarins valið af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gær.
Fram á tvo fulltrúa í liðinu, markvörðinn Guðrúnu Ósk Maríasdóttur og línumanninn Elísabet Gunnarsdóttur. Þá er þjálfari Fram, Stefán Arnarson, þjálfari liðsins en Fram tapaði ekki leik í janúar.
Ester Óskarsdóttir hefur haldið áfram að skara fram úr í liði ÍBV og er í leikstjórnendastöðunni og liðsfélagi hennar Karólína Bæhrenz er í hægra horninu.
Skyttustöðurnar skipa þær Berta Rut Harðardóttir, Haukum og Andrea Jacobsen, Fjölni, og liðið er fullkomnað með Valskonunni Vigdísi Birnu Þorsteinsdóttur í vinstra horninu.
Seinni bylgjan: Þessar voru bestar í janúar
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar