Íslensk hönnun tilnefnd til verðlauna í Noregi Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Þakið hefur vakið verðskuldaða athygli en hægt er að ganga upp á það og njóta stórkostlegs útsýnis. Geir Anders Rybakken Ørslien Sundlaugin Holmen í Asker er tilnefnd sem bygging ársins í Noregi og er eitt af fimm verkefnum sem hlutu tilnefninguna í ár. Tilkynnt verður um sigurvegarann þann 14. mars í tengslum við hátíðina Byggedagene í Ósló. Sundlaugin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu sveitarfélagsins Asker sem lagði meðal annars til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við strandlengjuna og nýtur sundlaugin nálægðar við Óslóarfjörðinn. Hönnun hússins uppfyllir allar kröfur sem gerðar voru í upphafi. Til dæmis er hægt að ganga út á þak hússins sem er grasi vaxið og hallar mót suðri og fangar fallegt útsýnið yfir fjörðinn. Hér sjást krakkarnir æfa sundtökin inni í sundhöllinni. Mynd/Tove LaulutenAuk arkitektahönnunar sá Arkís um landslagshönnun og hafði umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Húsið hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi fyrir fallega hönnun. Verkfræðistofan Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana og hönnun allra verkfræðilegra þátta. Sundlaugin er ein orkuhagkvæmasta sundhöll Noregs. Hátt í helmingi af orkunni sem notuð er er aflað á lóð hennar. Notaðar eru varmadælur sem sækja orku úr borholum á lóðinni, sólarrafhlöður og sólfangarar. Sundlaugin var valin eitt af svokölluðum fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Verkefnin eiga að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50 prósent þegar kemur að umferð, orku- og efnisnotkun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sundlaugin Holmen í Asker er tilnefnd sem bygging ársins í Noregi og er eitt af fimm verkefnum sem hlutu tilnefninguna í ár. Tilkynnt verður um sigurvegarann þann 14. mars í tengslum við hátíðina Byggedagene í Ósló. Sundlaugin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu sveitarfélagsins Asker sem lagði meðal annars til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við strandlengjuna og nýtur sundlaugin nálægðar við Óslóarfjörðinn. Hönnun hússins uppfyllir allar kröfur sem gerðar voru í upphafi. Til dæmis er hægt að ganga út á þak hússins sem er grasi vaxið og hallar mót suðri og fangar fallegt útsýnið yfir fjörðinn. Hér sjást krakkarnir æfa sundtökin inni í sundhöllinni. Mynd/Tove LaulutenAuk arkitektahönnunar sá Arkís um landslagshönnun og hafði umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Húsið hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi fyrir fallega hönnun. Verkfræðistofan Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana og hönnun allra verkfræðilegra þátta. Sundlaugin er ein orkuhagkvæmasta sundhöll Noregs. Hátt í helmingi af orkunni sem notuð er er aflað á lóð hennar. Notaðar eru varmadælur sem sækja orku úr borholum á lóðinni, sólarrafhlöður og sólfangarar. Sundlaugin var valin eitt af svokölluðum fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Verkefnin eiga að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50 prósent þegar kemur að umferð, orku- og efnisnotkun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira