Íslensk hönnun tilnefnd til verðlauna í Noregi Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Þakið hefur vakið verðskuldaða athygli en hægt er að ganga upp á það og njóta stórkostlegs útsýnis. Geir Anders Rybakken Ørslien Sundlaugin Holmen í Asker er tilnefnd sem bygging ársins í Noregi og er eitt af fimm verkefnum sem hlutu tilnefninguna í ár. Tilkynnt verður um sigurvegarann þann 14. mars í tengslum við hátíðina Byggedagene í Ósló. Sundlaugin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu sveitarfélagsins Asker sem lagði meðal annars til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við strandlengjuna og nýtur sundlaugin nálægðar við Óslóarfjörðinn. Hönnun hússins uppfyllir allar kröfur sem gerðar voru í upphafi. Til dæmis er hægt að ganga út á þak hússins sem er grasi vaxið og hallar mót suðri og fangar fallegt útsýnið yfir fjörðinn. Hér sjást krakkarnir æfa sundtökin inni í sundhöllinni. Mynd/Tove LaulutenAuk arkitektahönnunar sá Arkís um landslagshönnun og hafði umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Húsið hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi fyrir fallega hönnun. Verkfræðistofan Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana og hönnun allra verkfræðilegra þátta. Sundlaugin er ein orkuhagkvæmasta sundhöll Noregs. Hátt í helmingi af orkunni sem notuð er er aflað á lóð hennar. Notaðar eru varmadælur sem sækja orku úr borholum á lóðinni, sólarrafhlöður og sólfangarar. Sundlaugin var valin eitt af svokölluðum fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Verkefnin eiga að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50 prósent þegar kemur að umferð, orku- og efnisnotkun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sundlaugin Holmen í Asker er tilnefnd sem bygging ársins í Noregi og er eitt af fimm verkefnum sem hlutu tilnefninguna í ár. Tilkynnt verður um sigurvegarann þann 14. mars í tengslum við hátíðina Byggedagene í Ósló. Sundlaugin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu sveitarfélagsins Asker sem lagði meðal annars til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við strandlengjuna og nýtur sundlaugin nálægðar við Óslóarfjörðinn. Hönnun hússins uppfyllir allar kröfur sem gerðar voru í upphafi. Til dæmis er hægt að ganga út á þak hússins sem er grasi vaxið og hallar mót suðri og fangar fallegt útsýnið yfir fjörðinn. Hér sjást krakkarnir æfa sundtökin inni í sundhöllinni. Mynd/Tove LaulutenAuk arkitektahönnunar sá Arkís um landslagshönnun og hafði umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Húsið hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi fyrir fallega hönnun. Verkfræðistofan Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana og hönnun allra verkfræðilegra þátta. Sundlaugin er ein orkuhagkvæmasta sundhöll Noregs. Hátt í helmingi af orkunni sem notuð er er aflað á lóð hennar. Notaðar eru varmadælur sem sækja orku úr borholum á lóðinni, sólarrafhlöður og sólfangarar. Sundlaugin var valin eitt af svokölluðum fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Verkefnin eiga að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50 prósent þegar kemur að umferð, orku- og efnisnotkun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira