Netflix veðjar á mikinn vöxt á streymismarkaði Björn Berg Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Netflix varði um 1.000 milljörðum króna í sjónvarpsefni á síðasta ári. Það jafngildir 8.000 krónum á hvern áskrifanda. Þrátt fyrir talsverðan útgjaldavöxt vaxa tekjurnar einnig hratt og það líst markaðsaðilum vel á. Frá áramótum hefur hlutabréfaverðið hækkað um þriðjung og tífaldast undanfarin fimm ár. Nú eru spennandi tímar á streymismarkaðinum og alls óvíst hvernig þróunin verður næstu misserin. Facebook hefur tilkynnt að um 100 milljörðum króna verði varið til gerðar sjónvarpsefnis á þessu ári og Amazon setur stefnuna á 800 milljarða, sem er tæplega tvöföldun frá síðasta ári. Þar að auki verður afar áhugavert að fylgjast með áformum Disney, en með kaupunum á 21st Century Fox fylgir 30% eignarhlutur í streymisveitunni Hulu, sem bætist við þau 30% sem félagið á nú þegar. The Handmaid’s Tale er meðal þess sjónvarpsefnis sem Hulu eyddi 250 milljörðum króna í á síðasta ári og vakti mikla lukku og ef Disney hefur áhuga á að nýta sér veituna getum við bókað að sú upphæð mun hækka. Með öll þessi vörumerki, Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, ESPN, Simpsons o.fl., verður Disney án alls vafa risi á streymismarkaðnum, hvort sem Hulu verður dreifileiðin eða einhver ný og spennandi veita. Samkeppnin er því að aukast til muna og áhersla Netflix á hraðan vöxt ætti ekki að koma á óvart. Töluverð áhætta er þó falin í þessum hraða vexti sem krefst mikillar skuldsetningar og er sjóðstreymi fyrirtækisins afar neikvætt, um 200 milljarðar króna á síðasta ári og reiknað er með að gengið verði á um 300-400 milljarða í reiðufé í ár. Ef fyrirtækið heldur áfram að vaxa svona hratt er það í góðu lagi. En það er ansi stórt „ef“ þegar litið er til samkeppninnar. Bestu tækifærin til vaxtar liggja utan Bandaríkjanna. Áskrifendum fjölgaði um 23 milljónir á síðasta ári, þar af voru 80% vaxtarins utan heimamarkaðar og nú er minnihluti viðskiptavina Netflix í Bandaríkjunum. 120 milljónir viðskiptavina virðast í dag til í að greiða fyrir áskrift að Netflix, en hvað ætli gerist árið 2018? Er raunhæft að hvort tveggja fjölgi áskrifendum og að þeir séu tilbúnir að greiða fyrir fleiri veitur?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Netflix varði um 1.000 milljörðum króna í sjónvarpsefni á síðasta ári. Það jafngildir 8.000 krónum á hvern áskrifanda. Þrátt fyrir talsverðan útgjaldavöxt vaxa tekjurnar einnig hratt og það líst markaðsaðilum vel á. Frá áramótum hefur hlutabréfaverðið hækkað um þriðjung og tífaldast undanfarin fimm ár. Nú eru spennandi tímar á streymismarkaðinum og alls óvíst hvernig þróunin verður næstu misserin. Facebook hefur tilkynnt að um 100 milljörðum króna verði varið til gerðar sjónvarpsefnis á þessu ári og Amazon setur stefnuna á 800 milljarða, sem er tæplega tvöföldun frá síðasta ári. Þar að auki verður afar áhugavert að fylgjast með áformum Disney, en með kaupunum á 21st Century Fox fylgir 30% eignarhlutur í streymisveitunni Hulu, sem bætist við þau 30% sem félagið á nú þegar. The Handmaid’s Tale er meðal þess sjónvarpsefnis sem Hulu eyddi 250 milljörðum króna í á síðasta ári og vakti mikla lukku og ef Disney hefur áhuga á að nýta sér veituna getum við bókað að sú upphæð mun hækka. Með öll þessi vörumerki, Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, ESPN, Simpsons o.fl., verður Disney án alls vafa risi á streymismarkaðnum, hvort sem Hulu verður dreifileiðin eða einhver ný og spennandi veita. Samkeppnin er því að aukast til muna og áhersla Netflix á hraðan vöxt ætti ekki að koma á óvart. Töluverð áhætta er þó falin í þessum hraða vexti sem krefst mikillar skuldsetningar og er sjóðstreymi fyrirtækisins afar neikvætt, um 200 milljarðar króna á síðasta ári og reiknað er með að gengið verði á um 300-400 milljarða í reiðufé í ár. Ef fyrirtækið heldur áfram að vaxa svona hratt er það í góðu lagi. En það er ansi stórt „ef“ þegar litið er til samkeppninnar. Bestu tækifærin til vaxtar liggja utan Bandaríkjanna. Áskrifendum fjölgaði um 23 milljónir á síðasta ári, þar af voru 80% vaxtarins utan heimamarkaðar og nú er minnihluti viðskiptavina Netflix í Bandaríkjunum. 120 milljónir viðskiptavina virðast í dag til í að greiða fyrir áskrift að Netflix, en hvað ætli gerist árið 2018? Er raunhæft að hvort tveggja fjölgi áskrifendum og að þeir séu tilbúnir að greiða fyrir fleiri veitur?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun