Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 16:51 Þrátt fyrir höfnun stórs hluta ríkisstjórnar Trump og repúblikana á loftslagsvísindum varaði Dan Coats, forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna, við hættunni á skyndilegum loftslagsbreytingum þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær. Vísir/AFP Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50