Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 16:51 Þrátt fyrir höfnun stórs hluta ríkisstjórnar Trump og repúblikana á loftslagsvísindum varaði Dan Coats, forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna, við hættunni á skyndilegum loftslagsbreytingum þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær. Vísir/AFP Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50